fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Svona gerirðu tvílita rósir á möffins: Uppskrift og aðferð

Öskubuska
Miðvikudaginn 27. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega ári síðan (nokkrum tímum fyrir kynjaveisluna okkar) fékk ég þá flugu í hausinn að prófa að skreyta möffins. Ég hafði aldrei skreytt kökur með smjörkremi áður, né notað kökusprautur, en fékk svona allt í einu áhuga á þessu og langaði að prófa mig áfram.

Ég skoðaði þó nokkur myndbönd inná YouTube með allskonar ráðum, eins og að það væri mjög sniðugt að taka toppinn af kökunni, setja grunn (e. base) og svo kæla kökuna áður en maður byrjar að skreyta hana og fleira. Það er heilt haf af myndböndum inná YouTube og maður getur lært nánast hvað sem er með því að horfa á þau. Ég grínlaust kunni ekkert en eftir 2-3 skipti þá var þetta komið hjá mér.

Ég hef fengið svo oft spurningar út í uppskrift af kreminu og svo hvernig ég gerir tvílitaðar rósir. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldu og góðu smjörkremi og einnig sýna ykkur hvernig ég geri tvílitaðar rósir.

Smjörkrem – Uppskrift og aðferð:

  • 150g smjör við stofuhita
  • 350g flórsykur
  • 3-4 msk mjólk eða rjómi
  • 1-2 tsk vanilludropar

1. Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt. Ég leyfi vélinni oft að hræra í amk 5 mínútur. Galdurinn við fallegt ljóst krem er að hræra nógu lengi. Maður fær hvítara krem og einnig fær maður fallegri lit ef maður setur matarlit.

2. Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli. Sama og ég benti á áðan. Hræra vel og lengi fyrir fallegra krem og fallegri lit! Kremið verður hvítara eftir því sem þú hrærir það lengur.

3. Bæta svo 1-2 tsk af vanilludropum og 1-2 msk mjólk eða rjóma. Ef kremið er of þykkt getið þið bætt við meiri mjólk eða rjóma. Eftir að ég prófaði að setja rjóma út í smjörkremið fannst mér kremið verða fallegra og mýkra.

4. Þegar ég vil fá annan lit á kremið set ég smá krem í skál og matarlit út í. Blanda svo vel og set litaða kremið út í hrærivélina

 

Tvílitaðar rósir

Það eru nokkrar aðferðir til þess að gera tvílitaðar rósir (hérna er önnur aðferð) en mér finnst þessi aðferð sem ég geri virka best.

Tek smá krem í skál og set þann lit sem mig langar út í. Mig langaði að hafa sama lit nema hafa hann lita meiri. Það er alveg hægt að leika sér með þetta og hafa allt annan lit.

Grænu rósirnar

Bleiku rósirnar

Þegar ég skreyti kökur set ég kremið alltaf fyrst á matarfilmu. Þegar ég geri tvílitaðar rósir set ég dökka litin fyrst og svo ljósa. Fyrsti liturinn er sá litur sem er á köntunum á rósunum.

Ég rúlla kreminu svo saman og loka vel. Set svo kremið með filmunni utan um í fjölnota kökuskreytingarsprautu, dreg út filmuna og klippi fremst. Ég nota yfirleitt 2D stút frá Wilton til þess að gera rósir. Ég sprauta fyrst úr sprautunni og prófa að gera nokkrar rósir þar til ég er sátt með það hvernig rósirnar koma út.

Aðrar tvílitaðarrósir sem ég hef gert:

Hugmyndir af tvítóna rósum

 

Instagram: eydisaegis|| email: eydisaegis@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa