fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Matur

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander

Fókus
Laugardaginn 9. september 2023 16:00

Elskar þú eða hatar kóríander?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóríander er vinsæl kryddjurt sem flestir kunna vel að meta. Flestir finna fyrir vott af steinselju og sítrónu sem gerir það að verkum að kóríander leikur stórt hlutverk í fjölmörgum réttum í hinum ýmsu menningarheimum. Þó eru aðrir sem að gjörsamlega þola ekki kryddjurtina og telja flest það sem hún snertir óætt. Einn sú þekktasta sem var á þeirri skoðun var matreiðslukonan Julia Child sem hafði megna skömm á jurtinni.

Það er þó ekki endilega persónulegur smekkur sem ræður för heldur er ástæðan erfðafræðilegs eðlis. Sumir einstaklingar eru með sérstakt gen sem veldur því að þeir finna mun sterkara bragð af aldehýðum sem eru í litlu magni í jurtinni. Afleiðingarnar eru þær að viðkomandi finnur vont sápubragð þegar bragðað er á kryddjurtinni.

Þessi genagalli (nú eða genakostur eftir því hvernig á það er litið) finnst aðeins í litlum hluta mannkyns og er það hlutfall breytilegt eftir búsetu fólks. Þannig er agnarsmátt hlutfall fólks með þetta gen þar sem kóríanderjurtin er í hávegum höfð í matargerð, eins og á Indlandi og Mið-Ameríku.

Hlutfallið er hæst í Austur-Asíu en sumstaðar eru um 20 prósent íbúa með genið og því ekki eins mikið um kóríander í þeirri matargerð, eins og gefur að skilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Matur
Fyrir 1 viku

Mexíkó kjúklingasúpa

Mexíkó kjúklingasúpa
Matur
Fyrir 2 vikum

Kjúklingasalat á núll einni

Kjúklingasalat á núll einni
Matur
Fyrir 2 vikum

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti
Matur
Fyrir 3 vikum
Mexíkósk pizza
Matur
29.05.2023

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi
Matur
28.05.2023

Jómfrúin sú besta í heimi

Jómfrúin sú besta í heimi