fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Matur

Falafel bollur með melónusalati og tahini jógúrtsósu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. september 2023 13:00

Mynd; Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Falafel bollur eru alltaf frábærar, melónusalatið og tahini jógúrtsósan er eins og punkturinn yfir i-ið!

Hráefni

Falafel bollur

 • 200 g Kjúklingabaunir
 • 4 Hvítlauksrif
 • 1 Rauðlaukur
 • 1 msk Tahini
 • 2 tsk Cumin
 • 2 tsk Kóríanderkrydd
 • Safi úr 0.5 sítrónu
 • 2 tsk Lyftiduft
 • 10 g Fersk steinselja
 • Salt
 • Pipar

Melónusalat

 • 400 g Vatnsmelóna
 • 1 Rauðlaukur
 • 20 g Mynta
 • 75 g Salatostur
 • 200 g Kirsuberjatómatar

Tahini jógúrtsósa

 • 2 msk Tahini mauk
 • 6 msk Hrein jógúrt
 • Safi úr 0.5 sítrónu
 • 1 Hvítlauksrif, pressaður
 • 1 msk Ólífuolía
 • Salt

Leiðbeiningar

Falafel bollur

 1. Leggið kjúklingabaunir í bleyti í að minnsta kosti 10 klst eða allt að 24 klst.
 2. Takið þá úr vatninu og skolið með köldu vatni. Látið í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum og maukið saman þar til úr verður deig. Ef blandan er of þurr bætið þá 1-2 msk saman við en bara lítið í einu.
 3. Mótið í bollur og ef þið viljið er gott að velta þeim upp úr sesamfræjum.
 4. Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mínútur á báðum hliðum.

Melónusalat

Skerið melónu, tómata, raulauk og mynta niður og setjið í skál ásamt fetaosti. Geymið í kæli þar til borið fram.

Tahini jógúrtsósa

Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Matur
Fyrir 21 klukkutímum
Pasta í hvítlauksrjómasósu

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Kjúklingasalat á núll einni

Kjúklingasalat á núll einni
Matur
Fyrir 1 viku

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti
Matur
Fyrir 2 vikum

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander
Matur
Fyrir 2 vikum

Mexíkósk pizza

Mexíkósk pizza
Matur
29.05.2023

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi
Matur
28.05.2023

Jómfrúin sú besta í heimi

Jómfrúin sú besta í heimi