fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Matur

Grillaður ostakubbur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. september 2023 13:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grillaður ostakubbur með grísku ívafi er frábær sem forréttur borinn fram með brauði, kexi eða snakki já eða sem meðlæti með grillmatnum eða fylling í bakaðar kartöflur.

Hráefni

  • 1 stk Ostakubbur
  • 1/5 Rauð paprika
  • 85 g Blaðlaukur
  • 5 stk Grænar ólífur
  • 2 msk Ólífuolía
  • 1 msk Oregano
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á að kveikja á grillinu en einnig er hægt að elda ostinn í ofni.
  2. Takið fram álpappír, um30 cm á lengd og setjið ostakubbinn fyrir miðju.
  3. Skerið þá grænmetið smátt niður og blandið saman í skál, setjið grænmetið ofan á ostinn.
  4. Dreifið olíunni yfir ostinn og grænmetið, sáldrið óreganó yfir og toppið með salti og pipar.
  5. Brjótið þá álpappírinn saman, ég tek hann saman í miðjunni og brýt hann niður nokkrum sinnum og tek síðan hliðarnar inn.
  6. Setjið á grillið og leyfið að eldast í 15-20 mín. Osturinn ætti þá að vera orðinn vel bræddur.
  7. Berið strax fram með góðu brauði, kexi, eða snakki.
  8. Hafið ostinn í álpappírnum til að halda hita á honum en hann er snöggur að forma sig aftur.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum
Matur
22.10.2023

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
17.10.2023

Ó svo gott lasagna

Ó svo gott lasagna
Matur
16.10.2023

Rjómalagað pasta með hvítlauk, spínati og tómötum

Rjómalagað pasta með hvítlauk, spínati og tómötum
Matur
09.10.2023

Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti

Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti
Matur
08.10.2023

Indverskur kartöflukarrý grænmetisréttur

Indverskur kartöflukarrý grænmetisréttur
Matur
03.10.2023

Hakk og spagetti

Hakk og spagetti
Matur
02.10.2023

Ítalskar steikarkjötbollur í tómat marinara

Ítalskar steikarkjötbollur í tómat marinara