fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Matur

Matseðill fyrri ára: Salt og aftur salt

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 7. maí 2023 12:00

Passið saltneyslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðari árum hafa rannsóknir vísindamanna sýnt fram á að ofneysla salts getur m.a. aukið líkur á hækkandi blóðþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum.

Á fyrri hluta tuttugustu aldar var vitneskja um skaðsemi þess að innbyrða of mikið salt ekki eins vel þekkt. Mataræði Íslendinga einkenndist einmitt á þeim tíma mjög af neyslu saltra matvæla. Neysla grænmetis og ávaxta var takmörkuð en þeim mun meira fór fyrir t.d. saltfisk, smjöri og söltu kjöti.

Gott dæmi um hversu ríkjandi saltur matur var á þessum árum er hugmynd Helgu Sigurðardóttur að vikumatseðli fyrir fimm til sex manns sem birt var í dálknum Kvenþjóðin og heimilin í Morgunblaðinu, 14. janúar 1936. Aðalréttirnir á matseðlinum voru eftirfarandi:

Sunnudagur: Tilbúinn [svikinn] héri með brúnuðum kartöflum.

Mánudagur: Soðinn fiskur með kartöflum og fisksósu.

Þriðjudagur: Steiktur héri (leifarnar frá sunnudeginum).

Miðvikudagur: Soðinn saltfiskur með rófum, kartöflum og bræddu smjöri.

Fimmtudagur: Baunir með saltkjöti.

Föstudagur: Saltfisk-rúllur (leifar frá miðvikudeginum).

Laugardagur: Saltsíld með soðnum kartöflum, söxuðum lauk, kapers og hrærðu smjöri.

Uppskrift Helgu að svikna héranum er einnig ágætt dæmi um að eðlilegt þótti að spara ekki saltið við matargerð:

Hálft kíló nautakjöt. Hálft kíló svínakjöt (eða feitt saltkjöt). Tvö egg. Átta matskeiðar af brauðmylsnu. Ein til tvær teskeiðar salt. Tvær sneiðar af reyktu fleski. Tveir desilítrar af vatni. Fimmtíu grömm af smjörlíki. Hálfur lítri mjólk. Tvær til þrjár matskeiðar af hveiti og sósulitur.

Það er ekki ólíklegt að gerðar yrðu ýmsar athugasemdir við matseðil af þessu tagi nú á dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.04.2023

Kokkur ársins býður upp á nútímalegri eldun á grænmeti og lambafillet

Kokkur ársins býður upp á nútímalegri eldun á grænmeti og lambafillet
HelgarmatseðillMatur
06.04.2023

Sigurjón býður upp á fjölskylduvænan og ljúffengan páskamatseðil og sviptir hulunni af nýjustu fréttunum

Sigurjón býður upp á fjölskylduvænan og ljúffengan páskamatseðil og sviptir hulunni af nýjustu fréttunum
Matur
02.04.2023

Létt og frísk mangóterta páskatertan í ár

Létt og frísk mangóterta páskatertan í ár
Matur
02.04.2023

Sindri Guðbrandur kom, sá og sigraði keppnina um titilinn Kokkur ársins 2023

Sindri Guðbrandur kom, sá og sigraði keppnina um titilinn Kokkur ársins 2023
Matur
29.03.2023

Hótelbransinn aldrei verið stærri á Íslandi

Hótelbransinn aldrei verið stærri á Íslandi
Matur
29.03.2023

Bónusgrísinn trónir á toppi Bónuspáskaeggjanna í ár og fer í hlutverk safngrips

Bónusgrísinn trónir á toppi Bónuspáskaeggjanna í ár og fer í hlutverk safngrips
Matur
26.03.2023

Dásamlega ljúffengir lakkrískubbar sem eiga vel við fyrir súkkulaði hátíðina

Dásamlega ljúffengir lakkrískubbar sem eiga vel við fyrir súkkulaði hátíðina
HelgarmatseðillMatur
24.03.2023

Nína býður upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur

Nína býður upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur