fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Matur

Domino´s hækka verðið á Megaviku – Rúmlega hálft ár frá síðustu hækkun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 11:32

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino´s á Íslandi hefur hækkað verð á pítsum á svokallaðri megaviku fyrirtækisins um hundrað krónur. Tilboðið hljóðar nú upp á 1.890 krónur. Síðasta verðhækkun fyrirtækisins á tilboðinu var síðasta sumar, upp í 1.790 krónur og féll það í grýttan jarðveg. Hækkunin nú nemur rúmum 5,5 prósentum en síðastliðna átta mánuði hefur verið hækkað um tæplega 12 prósent.

Þjóðartilboðið sem allir hafa skoðun á

Það er óhætt að fullyrða að Megaviku-tilboðið sé vinsælasta tilboð landsins og það sem allir hafa skoðun á. Rúmir tveir áratugir eru síðan Megavikan hóf göngu sína en þá stóð Þórarinn Ævarsson, sem nú ert betur þekktur fyrir aðkomu sína að IKEA og Spaðanum, í stafni fyrirtækisins. Árið 2001 kostaði pizza af matseðli 1.000 krónur á Mega-viku og naut tilboðsvikan mikilla vinsælda. Sé þúsundkallinn frá árinu 2001 núvirtur sést að hann stendur í rúmum 2.800 krónum í dag.

Domino´s hefur því haldið að sér höndum varðandi verðhækkanir á tilboðinu vinsæla og skal engan undra enda vekja verðhækkanir hjá Domino´s  yfirleitt mikil viðbrögð neytenda og gildir það ekki bara um verðhækkunina. Þannig tók fyrirtækið skrefið og hækkaði þriðjudagstilboð sitt úr 1.000 krónum og í 1.100 krónur í október 2021 og vakti það sömuleiðis gríðarleg viðbrögð. Þá hafði tilboðið verið hið sama í krónum talið frá því að þriðjudagstilboðið hófst árið 2010.

 

Íslendingar æfir yfir verðhækkun í Megaviku – „Ekkert Mega neitt við þetta verð lengur“

Tíðari verðhækkanir hin síðari ár

Eins og áður segir hækkaði Domino´s verðið á Megavikunni úr 1.690 krónum og upp í 1.790 krónur um mitt síðasta sumar. Í byrjun árs var svo tilkynnt að þriðjudagstilboð fyrirtækisins hefði hækkað úr 1.100 krónum og upp í 1.200 krónur og var ástæðan sögð hækkanir á launum og innkaupum og að um afar krefjandi tíma væri að ræða í rekstrarsögu Dominos.

Í samtali við Vísir þann 3. janúar sagði Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, að ekki væri hægt að útiloka verðhækkanir á Megavikunni og að óvarlegt væri að fullyrða nokkuð um það. Sú verðhækkun hefur nú raungerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Guðrún býður upp á ómótstæðilega græna helgi

Guðrún býður upp á ómótstæðilega græna helgi
Matur
24.02.2023

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli
HelgarmatseðillMatur
24.02.2023

Kolbrún býður upp á lúxus ketó helgarmatseðill sem steinliggur

Kolbrún býður upp á lúxus ketó helgarmatseðill sem steinliggur
Matur
21.02.2023

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins
Matur
20.02.2023

Grænkerar fá sínar bollur norðan heiða

Grænkerar fá sínar bollur norðan heiða