Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan.
Hráefni
Amerískar jógúrtpönnukökur
- 2 bolli Hveiti
- 3 tsk Lyftiduft
- 0.5 tsk Matarsódi
- 1 tsk Salt
- 3 msk Sykur
- 1 tsk Vanilludropar
- 3 Egg
- 600 g Hrein jógúrt
- 113 g Smjör, brætt
Himneska vanillusýrópið
- 300 g Sykur
- 200 g Hrein jógúrt
- 113 g Smjör
- 3 msk Síróp
- 1 tsk Lyftiduft
- 1 tsk Vanilludropar
Leiðbeiningar
- Hrærið öllum pönnuköku hráefnunum saman og steikið á pönnukökupönnu.
- Látið sykur, jógúrt, smjör og sýróp í meðalstóran pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið stöðugt í 5 mínútur.
- Bætið í pottinn lyftidufti og vanilludropum. Takið af hellunni blandið vel saman og berið fram með pönnukökunum.(Sýrópið er þunnt meðan það er heitt, en þykknar þegar það kólnar. Hægt að geyma í kæli.)
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.