fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Matur

Wok On opnar á Granda

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2023 10:21

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wok On hefur opnað sinn níunda veitingastað í verslun Krónunnar Granda en þetta er þriðji Wok On veitingastaðurinn sem er inn í verslun Krónunnar. Hina má finna í Krónunni í Mosfellsbæ og í Krónunni á Akureyri, eins og segir í fréttatilkynningu.

Viðskiptavinir panta rétt af matseðli í sjálfsafgreiðslu eða í gegnum wokon.is og greiða svo fyrir réttinn við afgreiðslukassa Krónunnar, rétt eins og aðra vöru sem versluð er í Krónunni. Þannig geta hungraðir verslanagestir gripið með sér heita máltíð á sama tíma og þeir versla inn í matinn.

Mynd: Aðsend

Verslun Krónunnar á Granda var lokað um tímabil til að hægt væri að ráðast í framkvæmdir og betrumbæta verslunina. Hún opnaði síðan á ný í síðustu viku og var opnun Wok On innan veggja hennar liður að því að einfalda líf neytenda og þeirra sem vilja greiðan aðgang að góðum og hollum skyndibita í Vesturbænum.

Mynd: Aðsend

„Strax við opnun tókum við eftir góðum viðtökum viðskiptavina. Neytendamynstur hér á landi er síbreytilegt og er opnun veitingastaða okkar í Krónunni liður í því að geta veitt svöngum kúnnum okkar hollan og bragðgóðan mat á eins skjótan hátt og mögulegt er. Til að fagna þessum áfanga ætlum við að bjóða upp á 40% afslátt af öllum réttum á matseðli út á Granda dagana 27. – 29. september,“ segir Elfa Rut Gísladóttir, markaðsstjóri Wok On.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
12.10.2023

Indversk súpa með eplum, engifer og karrý

Indversk súpa með eplum, engifer og karrý
Matur
11.10.2023

Sítrónupasta

Sítrónupasta
Matur
06.10.2023

Kornflex „Popp“ kjúklingur með hunangs BBQ sósu

Kornflex „Popp“ kjúklingur með hunangs BBQ sósu
Matur
05.10.2023

Sex hráefna pastaréttur sem slær í gegn

Sex hráefna pastaréttur sem slær í gegn