fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Matur

Danskir dagar hafnir í Hagkaup

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2023 17:47

Kirsten R. Geelan, sendiherra Danmerkur á Íslandi, og Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, settu Danska daga í Hagkaup dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir dagar hófust formlega í verslunum Hagkaups í dag fimmtudag og standa yfir til 14. maí. Hátíðinni var sem kunnugt er frestað um óákveðinn tíma í janúar 2022. Var það gert í kjölfar þess að Danir töpuðu fyrir Frökkum á EM karla í handknattleik, en úrslitin urðu til þess að íslenska landsliðið missti af sæti í undanúrslitum mótsins. Vakti frestunin töluverð og hörð viðbrögð í Danmörku.En nú er það mat Hagkaups að tími sé til kominn að halda Danska daga aftur með pompi og prakt eins og segir í fréttatilkynningu. Hátíðin er enda fyrir löngu orðnir stór hluti af starfsemi Hagkaups og þeirra er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar er dönskum gæðavörum gert hátt undir höfði og ýmsar vörur fluttar inn sérstaklega fyrir Danska daga.Danskir dagar standa yfir dagana 4.–14 maí. Eins og venja er verður boðið upp á úrval af gómsætum gæðavörum frá Danmörku á meðan hátíðinni stendur: ekta danskt smørrebrød, pølser, svínarif, steikur, salöt, osta og spægipylsur, alls konar danskt sælgæti og margt fleira, að ógleymdu danska sætabrauðinu sem verður allt bakað á staðnum.

Kirsten R. Geelan, sendiherra Danmerkur á Íslandi, og Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum