fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Ljúffengur ofnbakaður lax með basil og lime fullkominn fimmtudagsréttur

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 29. september 2022 10:12

Guðbjörg Glóð Logadóttir er mikill sælkeri og snillingur þegar kemur að því að töfra fram ljúffenga fiskrétti sem bragð er af. Hér býður hún upp á ofnbakaðan lax með basil og lime. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Glóð Logadóttir, stofnandi og eigandi Fylgifiska á heiðurinn af þessum dásamlega fiskrétti þar sem laxinn er í aðalhlutverki. Lax er tilvalinn til þess að bjóða fólki í mat eða bara handa fjölskyldunni og einstaklega kærkominn á fimmtudagskvöld svona rétt fyrir helgina. Guðbjörg Glóð á heiðurinn af vikumatseðli Fréttablaðsins þessa vikuna og bauð meðal annars upp á þessa dásamlegu uppskrift sem er bæði einföld og ótrúlega ljúffeng þar sem brögðin heilla bragðlaukana.

Guðbjörg Glóð er mikill sælkeri og kann að gera vel við sig og son sinn þrátt fyrir að þau séu með sinn hvorn matarsmekkinn. „Minn uppáhalds matur er oftast flókinn í bragði meðan sonur minn kýs einfalt bragð,“ segir Guðbjörg Glóð.

Ofnbakaður lax með basil & lime

4 stk – 250 g laxasteikur með roði

1 dl olía að eigin vali

2 msk. Moroccan RUB frá NOMU

1 stk. lime – raspið börkinn (má sleppa)

½ stk. lime – pressa safann

1 lauf pressaður hvítlaukur

Salt & pipar eftir smekk

3 msk. saxað basil

Hrærið öllu saman í skál nema ferska kryddinu og hellið yfir laxa steikurnar. Látið

marínerast í 30 – 60 mínútur í kæli. Forhitið ofninn í 180°C. Bakið laxinn í 12 mínútur í heitum ofninum. Ef þið eigið ferskt eða frosið mangó er ekki verra að baka það með og fá þannig sætu á móti súra bragðinu. Stráið ferska kryddinu yfir þegar laxinn kemur úr ofninum. Gott er að hafa lime sneiðar á borðinu svo hver og einn geti kreist yfir.

Köld sósa

2,5 dl sýrður rjómi

2 msk. sítrónusafi

1 tsk. Robiniu hunang frá Alfreð Gísla

1 msk. smátt saxað basil

Allt hrært saman og gott að kæla aðeins í ísskáp áður en sósan er borin fram.

Laxinn er góður með sætkartöflumús eða ofnbökuð grænmeti & salati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 2 vikum

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Jólasamlokurnar komnar á Lemon
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon
HelgarmatseðillMatur
04.11.2022

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana