fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Matur

Björn fann upp á Eðlu-Wellington – „Held að þessi uppskrift myndi SIGRA matartips!“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. júlí 2022 18:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Teitsson, verkefnastjóri hjá Skipulagsstofnun, deildi á Twitter-síðu sinni í morgun ansi skemmtilegum rétti sem hann bjó til í gær. Um er að ræða eins konar samruna milli eðlu, snakkídýfunar vinsælu, og Beef Wellington, nautakjötsréttinum sem margir borða yfir hátíðirnar og við önnur góð tilefni.

Úr þessu varð til í eldhúsinu hjá Birni hinn magnaði réttur, Eðlu-Wellington. Rétturinn hefur í kjölfarið einnig verið kallaður „Eðlington“ og „Innbökuð eðla“.

Samkvæmt Birni var rétturinn „geggjaður“ á bragðið. „Þetta var sjúklega gott sko og svo var þetta ennþá betra daginn eftir, þá bætti ég við steiktu eggi ofan á og smá salati við hliðina á, það var lygilega gott,“ segir hann í samtali við blaðamann DV.

Ef blaðamaður á að vera alveg hreinskilinn þá ákvað hann að misnota aðstöðu sína og hringja í Björn til þess að fá uppskriftina að réttinum fyrir sig og kollega sína sem einnig voru hugfangnir af þessari mögnuðu uppfinningu.

Blaðamaður mundi svo að hann var í vinnunni og ákvað þá að slá tvær flugur í einu höggi með því að skrifa frétt um réttinn. Var það einnig gert í ljósi þeirrar miklu gúrkutíðar sem ríkir á fjölmiðlum landsins þessa stundina.

Sjálfur er Björn líka hreinskilinn, hann segir í samtali við DV að hann hafi fengið innblásturinn að þessum rétti á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég ætla ekkert að ljúga, ég sá eitthvað svona sambærilegt á Instagram,“ segir hann.

„Algóritminn er að sýna mér mjög furðulega hluti og þetta er ekki einu sinni neitt sem ég er að fylgja en ég sá einhvern gera svona rosalega stóra burrito og þá datt mér í hug að gera svona í eldföstu móti, svona innbakaða eðlu.“

Björn hugsar að það séu örugglega fleiri en hann sem myndu fíla Eðlu-Wellingtonið. „Held að þessi uppskrift myndi SIGRA matartips!“ segir hann til dæmis á Twitter-síðu sinni og á þar við Facebook-hópinn vinsæla þar sem Íslendingar deila uppskriftum, matarvenjum og öðru sem tengist eða tengist ekki mat.

„Þetta er örugglega líka skemmtilegur svona fjölskyldumatur, ég myndi tippa á að krakkar og unglingar myndu hafa gaman að þessu,“ segir Björn svo í samtali við DV.

Björn fékkst til að deila uppskriftinni með lesendum DV en hana má finna hér fyrir neðan:

Eðlu-Wellington/Eðlington/Innbökuð eðla

Uppskrift:
2-3 msk hlutlaus olía
1 laukur
1 gulrót
1 sellerístikill
1 paprika
2-3 hvítlauksgeirar
2-3 birds eye chili
1/2 grasker (hér mætti nota kjúkling fyrir þau sem vilja)
1 dós hakkaðir tómatar
1 dós nýrnabaunir
1 lítil dós maís
1 dós Philadelphia-rjómaostur
1 tsk cummin
1 tsk paprikuuft (sætt)
1 tsk chiliduft/cayenne-duft
Salt og pipar
8 tortilla-kökur
Handfylli af muldum tortilla-flögum
150-200 gr rifinn ostur

Aðferð:
Hitið olíu á stórri pönnu og forhitið ofn á 180-200 °C. Skerið allt grænmeti sæmilega smátt og gætið þess að hafa bitana af svipaðri stærð fyrir jafna steikingu. Hendið öllu grænmeti á pönnuna, saltið og piprið. Áður en laukurinn verður alveg glær og mjúkur má bæta við tómötum, baunum og maís. Salta og pipra aftur og bæta við cummin, papriku og chili-dufti. Einnig eru til alls konar tex-mex krydd og þau eru oftast fín.

Látið malla uns blandan er orðin þétt og ekki of vatnsmikil. Smakka til, salta og pipra aftur ef þarf. Blandið saman rjómaostinum (það sem heitir á ensku „fold in“) og takið pönnuna af hitanum.

Í eldfast mót, leggið eina tortilla köku í miðjuna, raðið svo þremur á hvora hlið, í hornin, í miðjuna, þannig „eyrun“ lafi vel út fyrir mótið. Þá ætti að vera komið eins konar hreiður.

Mynd/Björn Teitsson

Hellið gumsinu af pönnunni ofan í hreiðrið, myljið yfir tortillu-flögur og dreifið helmingnum af rifna ostinum yfir. Setjið að lokum eina tortilluköku í miðjuna, yfir allt saman, og brjótið svo saman hornin á eyrunum sem lafa út fyrir. Notið svo annað eldfast mót og minna, og leggið það yfir til að halda brotinu föstu.

Mynd/Björn Teitsson
Mynd/Björn Teitsson
Mynd/Björn Teitsson
Mynd/Björn Teitsson

Setjið í ofninn og bakið fyrst í 15 mínútur, takið þá hitt mótið af, nú ætti allt að vera límt saman. Bakið í 15-20 mínútur í viðbót eða uns allt er mjög tanað og fallegt.

Takið úr ofninum og hendið strax restinni af rifna ostinum yfir. Hann hjálpar til við að kæla Eðlingtonið og bráðnar auðvitað þarna ofan á. Það hatar enginn bráðinn ost. Leyfið aðeins og hvíla í 10 mín eða svo og skerið svo í sneiðar.

Mæli með ruccola-salati með tómötum og ferskum feta-osti til hliðar. Bragðast jafnvel betur daginn eftir og þá er gott að setja steikt egg ofan á. Njótið!

Mynd/Björn Teitsson
Mynd/Björn Teitsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Stærsta Götubitahátíð Íslands haldin um helgina

Stærsta Götubitahátíð Íslands haldin um helgina
Matur
14.07.2022

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við
Matur
04.07.2022

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni
Matur
02.07.2022

Bananar eru allra meina bót og einstaklega næringarríkir

Bananar eru allra meina bót og einstaklega næringarríkir
HelgarmatseðillMatur
18.06.2022

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins
Matur
17.06.2022

Langar þig í brauðtertu með ítölsku ívafi í tilefni dagsins?

Langar þig í brauðtertu með ítölsku ívafi í tilefni dagsins?
Matur
09.06.2022

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat
Matur
06.06.2022

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi