fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Matur

Stærsta Götubitahátíð Íslands haldin um helgina

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 16. júlí 2022 11:24

Risa götubitahátíð verður í gangi alla helgina í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risa götubitahátíð verður í gangi alla helgina í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og mikið verður um dýrindis sælkera götubita sem gleðja bragðlaukana og stemningin eftir því.

Hér er um að ræða stærstu Götubitahátíð á Íslandi  og eins og áður sagði verður hún haldin í Hljómskálagarðinum núna um helgina, 16. – 17. júlí, þar sem bestu matarvagnar landsins, yfir 20 matartrukkar og sölubásar, hoppukastalar, vatnaboltar, klessuboltar, trampólín leiktæki og keppnin um „Besta Götubita Íslands 2022“ í samstarfi við European Street Food Awards fer fram.

Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitahátíð í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin i Munich í Þýskalandi í Haust. Dómnefnd í keppninni er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn og fjölmiðlafólk landsins: Óli Óla, Eyþór Már, Fanney Dóra, Dóri Dna, Binni Löve, og Berglind Festival. Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2022, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það fer svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2022, en um það verður kosið rafrænt – hægt verður að finna tengil á hann á laugardaginn í gegnum Facebook síðu Götubitans. Það verður spennandi að fylgjast með hver hlýtur viðurkenninguna og matarvefur DV.is sem mun fylgjast vel með.

Opnunarími er hátíðarinnar:

Lau: 13.00 – 19.00

Sun: 13.00 – 17.00

Fjölbreytnin verður mikil og þessir söluaðilar verða á svæðinu:

Sillikokkur.is

The Gastro Truck

Íslenska Flatbakan

BumbuBorgarar

Vöffluvagninn

Dons Donuts

Fish and Chips Wagon

Fish & Chips Vagninn

Chikin

Just Wingin it – Vængjavagninn

Víkinga Pylsur / Viking Hot Dog

TASTY – RVK

GRILL of Thrones Iceland

Tacoson

Arctic Pies

Mijita ehf

KEBAB Vagninn

CoffeeBike Reykjavik

Yellow Mood

Coke Lime Vagninn

Vodafone Vagninn – Vodafone IS

Búbblur

Bjórbíllinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Nýsköpun og virðing fyrir náttúrunni í víngerðinni

Nýsköpun og virðing fyrir náttúrunni í víngerðinni
Matur
14.07.2022

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við
Matur
04.07.2022

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni

Óx hlýtur Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni
Matur
02.07.2022

Bananar eru allra meina bót og einstaklega næringarríkir

Bananar eru allra meina bót og einstaklega næringarríkir
HelgarmatseðillMatur
18.06.2022

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins
Matur
17.06.2022

Langar þig í brauðtertu með ítölsku ívafi í tilefni dagsins?

Langar þig í brauðtertu með ítölsku ívafi í tilefni dagsins?
Matur
09.06.2022

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat
Matur
06.06.2022

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi