fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Matur

Hér fæst besta dögurðin að mati íslenskra matgæðinga

DV Matur
Laugardaginn 18. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær barst spurning inn á hóp íslenskra matgæðinga á Facebook, Matartips!, er meðlimur spurði hvar væri mest spennandi að snæða dögurð, þá í annað hvort svonefndan „bottomless brunch“ eða með hlaðborð. Og ekki stóð á svörunum.

Hér er dæmi um nokkur svör:

„Mathús Garðabæjar“

„Kopar, algjörlega frábær bottomless brunch“

„Kopar og Kol“

„Monkeys er mjög góður og með botnlausar búbblur, mæli með“

„Ég mæli eindregið með VOX“

„Bastard er geggjað, mikið af góðum réttum“

„Askur Suðurlandsbraut. Óendanlegt úrval“

„Satt Hótel Natura, alveg frábært hlaðborð“

„Brút er að vinna brönsleikinn þessa dagana“

„Spíran í Garðheimum kom mjög skemmtilega á óvart“

„Hjá Höllu í Grindavík, ótrúlega flottur brönsbakki hjá þeim“

„Haust er í uppáhaldi hjá mér um þessar mundir“

„Public house allan daginn geggjaður matur“

„Brút og Hnoss í Hörpunni“

Matarvefurinn tók saman helstu upplýsingarnar um dögurðina á nokkrum þeim stöðum sem oftast voru nefnir í svörum matgæðinganna.

Brút

Veitingastaðurinn BRÚT er með brönshlaðborð alla laugardaga og sunnudaga frá 12-15. Þar má finna bæði heitan og kaldan mat, hollan og óhollan. Þar er líka gott úrval af grænkera möguleikum og hráefni er allt íslenskt, matreitt á frumlegan máta og hægt að fá sér botnlausa drykki með.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Brút (@brutreykjavik)

Public House

Á Public House er hægt að bóka borð í botnlausan bröns á föstudögum, laugardögum og sunnudögum milli 12-16. Þar er í gangi sérstakur bröns matseðill og er hægt að velja af þeim lista eins og manni listir, tvo rétti í einu, í tvær klukkustundir. Verðið er 4.999 fyrir brönsinn en 5.999 ef fólk vill botnlausa drykki með.

 

Kopar

Kopar bíður upp á botnlausan bröns alla laugardaga og sunnudaga milli 12-15. Þar er hægt að panta sér tvo rétti í einu af sérstökum bröns-seðli í tvær klukkustundir og ef menn vilja er hægt að hafa botnlausa drykki með. Verðin eru 5.490 fyrir brönsinn en 6.999 með drykkjum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kopar Restaurant (@koparrestaurant)

Monkeys

Á Monkeys er hægt að fara í bubblu bröns alla laugardaga og sunnudaga milli 12-16. Þar er hægt að velja um lúxus bröns, vegan lúxus bröns eða bröns smárétti  og svo að sjálfsögðu eftirrétti. Verðið á mann er 4.490 krónur en svo er hægt að bæta við botnlausum bubblum á 2.990 krónur, eða botnlausar kampavísbubblur fyrir 9.990 krónur. Eins og með aðra staði gilda botnlausir seðlar í 2 klukkustundir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Monkeys (@monkeys.reykjavik)

Hnoss

Hnoss er með dögurðar hlaðborð um helgar milli 11:30 – 14. Verðið er 4.900 fyrir fullorðna en börn á aldrinum 6-12 borga hálft gjald.

Satt veitingastaður

Satt veitingastaður, sem er staddur á hótel natura, er hægt að koma í bröns hlaðborð um helgar frá 11:30-14 og einnig á stórhátíðardögum. Þar er hægt að velja um úrval af brunchréttum, svo sem súpu, súrdeigsbrauð með hummus, pestó, kaldir forréttir, sushi, egg benedict, egg og beikon og svo úrval af vegan réttum. Kaffi og djús er innifalið í verðinu sem er 4.900 fyrir fullorðna, 3.500 fyrir börn á aldrinum 5-11 ára og frítt fyrir yngstu börnin.

Mathús Garðabæjar

Mathús Garðabæjar býður upp á bröns hlaðborð um helgar frá 11:30-15:30. Þar er rík áhersla lögð á að koma til móts við börnin, bæði hvað varðar mat og afþreyingu. Þar má finna einstakt krakkaherbergi og allt sem þarf til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni. Á hlaðborðinu má finna ferskan djús, beikon, pönnukökur og allt þetta helsta og svo eftirrétta hlaðborð.

Brönsin kostar 3.990 fyrir fullorðna, 1.995 fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og svo er frítt fyrir yngstu börnin.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Mathús Garðabæjar (@mathus210)

Kol

Á veitingastaðnum Kol er hægt að mæta í Bubblu Bröns um helgar milli 12 og 14:30. Þar er hægta að velja um lúxus bröns sem samanstenur af fimm rétta samsettum smáréttaseðli, einnig er vegan bröns í boði og kostar herlegheitin 4.690 krónur. Hægt er að bæta við botnlausum bubblum á 3.490  og kampavínsbubblum á 9.990. Eins er hægt að panta staka brönsrétti af smáréttaseðli.

HAUST

Á Haust er boðið upp á Brunch hlaðborð allar helgar og hádegisverðahlaðborð á virkum dögum. Bröns hlaðborðið samanstendur af fjölbreyttum réttum á borð við nauta carpaccio, djús- og smootie bar, salötum, eggjum pönnukökum, pasta og nýbökuðu gúmmelaði úr barakíi Hausts. Verðið er 4.900 kr, en hálft verð fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Yngsti börnin börða frítt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili
Matur
Fyrir 3 vikum

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska
Matur
23.08.2022

Svívirðilega gott mið-austurlenskt sælgæti sem þú verður að prófa

Svívirðilega gott mið-austurlenskt sælgæti sem þú verður að prófa
Matur
21.08.2022

Hinn fullkomni sunnudagskvöldverður – Steik og sætkartöflusalat

Hinn fullkomni sunnudagskvöldverður – Steik og sætkartöflusalat
Matur
08.08.2022

Efna til frumlegustu og flottustu brauðtertukeppni sem sést hefur – Eldgosa þema

Efna til frumlegustu og flottustu brauðtertukeppni sem sést hefur – Eldgosa þema
Matur
06.08.2022

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina
Matur
22.07.2022

Skúbb og Friðheimar í samstarf – bjóða upp á ævintýralega sorbet ísrétta upplifun

Skúbb og Friðheimar í samstarf – bjóða upp á ævintýralega sorbet ísrétta upplifun
Matur
21.07.2022

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa