fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Matur

Súkkulaði ískaffi sem heillar gestina upp úr skónum

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 1. júní 2022 00:15

Hér er á ferðinni guðdómlega ljúffengt súkkulaði ískaffi sem kaffi unnendur eiga eftir að elska. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni ótrúlega gott ískaffi með súkkulaðibragði úr smiðju Berglindar Hreiðars köku,- og matarbloggara sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Það er gaman að prófa sig áfram með kalda kaffidrykki nú þegar sumarið nálgast. Þessi hér er mjög einfaldur og góður um leið og hann er fallegur og fágaður. Þessi á eftir að heilla gestina upp úr skónum.

Súkkulaði ískaffi

Fyrir 2 glös

150 ml G-mjólk

150 ml Hleðsla með súkkulaðibragði

Klakar

Kaffifroða (sjá uppskrift hér að neðan)

Bökunarkakó

Hrærið saman G-mjólk og Hleðslu. Hálffyllið glas með klökum og skiptið blöndunni niður í glösin.Toppið með kaffifroðu og stráið smá bökunarkakó yfir. Hrærið síðan öllu saman og njótið.

Kaffifroða

2 msk. skyndikaffi (Nescafé)

2 msk. sykur

2 msk. sjóðandi vatn

Þeytið allt saman þar til létt og ljós kaffifroða hefur myndast. Áferðin á að minna á þeyttan rjóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi
Matur
Fyrir 3 vikum

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
HelgarmatseðillMatur
27.05.2022

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu
Matur
26.05.2022

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum
Matur
15.05.2022

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu
HelgarmatseðillMatur
13.05.2022

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn
HelgarmatseðillMatur
06.05.2022

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur
Matur
06.05.2022

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars