fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Matur

Vissir þú leyndardómana um avókadó?

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 00:51

Avókadó er stútfullt af góðum næringarefnum og er ein af þessum fæðutegundum sem hefur verið kölluð ofurfæða. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avókadó er mjög vinsæll ávöxtur í dag og hægt er að leika sér með hann í matargerð með fisk og kjöti og nýta hann ofan á brauð eða í ýmsi konar salat- og eggjarétti. Margir setja avókadó í booztinn sinn. Einnig er avókadó undirstaðan í guaqamole og svo er það bara ótrúlega gott eitt og sér.

Avókadó er ríkt af góðri fitu og er K-vítamíngjafi, en K-vítamín stuðlar að viðhaldi beina. Avókadó er stútfullt af góðri fitu, sömu góðu fitunni og er í ólífuolíu. Þess vegna er avókadó einstaklega gott fyrir hjartaheilsu okkar.

Best er að geyma avókadó við stofuhita þar til það er fullþroskað. Flýta má fyrir þroska þeirra með því að vefja þeim inn í pappír og geyma við heitan ofn. Fullþroskað avókadó geymist í kæli í 3-5 daga.

Mikilvægt er að þvo ávöxtinn vel fyrir notkun. Skerið í kringum steininn, snúið helmingunum í sitthvora áttina til að losa um. Sláið síðan varlega með beittum hníf létt á aldinsteinninn til að losa hann. Notið skeið til að skafa kjötið úr hýðinu.

Avókadó er stútfullt af góðum næringarefnum og er ein af þessum fæðutegundum sem hefur verið kölluð ofurfæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Nýjasta pylsan Mambó Ítalíanó frá SS

Nýjasta pylsan Mambó Ítalíanó frá SS
Matur
Fyrir 3 vikum

Ostasalatið sem þú munt liggja í

Ostasalatið sem þú munt liggja í
Matur
14.04.2022

Truflað súkku­laði French toast sem enginn stenst á páskunum

Truflað súkku­laði French toast sem enginn stenst á páskunum
Matur
11.04.2022

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka