fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Truflað súkku­laði French toast sem enginn stenst á páskunum

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 13:36

Nú eiga allir súkkulaðiunnendur eftir að missa sig. Þessi er guðdómlega góð og súkkulaði er fullkomið. Mynd/Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Björk Eð­varðs­dóttir sæl­kera- og matar­bloggari og formaður Hringsins á heiðurinn af þessari dásemd. Við fengum hana til að ljóstra upp leyndar­málinu bak við hennar upp­á­halds súkku­laði­bröns sem við­eig­andi er nú yfir súkku­laði­há­tíðina miklu. Og staðreyndin var sú að þetta var vinsælasta páska uppskriftin á Hringbrautarvefnum í fyrra. Nú eru páskar og þá styttist óðum í að allir opni páskaeggin sín og að lokum eiga síðan allir afgang, eða margir, af páskaeggjum, súkkulaðibrot sem hægt er að nýta vel í þennan dásamlega rétt. Það er vel þess virði að rifja þessa upp og halda áfram að njóta súkkulaðiveislunnar.

„Nú er um að gera að gleðja sálina í gegnum magann með súkkulaði,“ segir Anna Björk og elskar fátt meira enn súkkulaði.

Bættu þessari upp­skrift við morgun­verðar­safnið þitt, þú átt eftir að njóta þessa aftur og aftur og hugsa hlýtt súkku­laðsins sem gleður hjarta og sál.

Súkku­laði French Toast

Fyrir 4

3 egg
185 ml. mjólk (eða kókos-/möndlu­mjólk)
1 msk. sykur
salt á mili fingra, ör­lítið
20 g smjör
8 sneiðar hvítt sam­loku­brauð
100 g mjólkur­súkku­laði, mjólkur­súkku­laði dropar frá Sírius, eða bara af­ganga af páska­eggja­brotum
flór­sykur til skreytingar

Mjólk, egg, salt og sykur eru slegin vel saman í rúm­góðu fati. Fjórar sneiðar af brauðinu eru lagðar í blönduna og velt einu sinni í henni.

Smjörið er hitað á pönnu og sneiðarnar eru settar á pönnuna, súkku­laðinu er dreift jafnt á milli sneiðanna. Hinar fjórar sneiðarnar eru settar í eggja­blönduna og bleyttar vel.

Sneiðarnar eru settar ofan á súkku­laðið og þrýst létt á. Sam­lokunum er snúið og þær steiktar á hinni hliðinni, þar til þær eru gylltar og súkku­laðið vel bráðnað. Teknar af pönnunni og settar á disk og stráðar með flór­sykri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa