fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Ketóhornið: Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrarkvöldum

DV Matur
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 14:23

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir einföldum og ljúffengum ketó uppskriftum.

Nýjasta uppskriftin er að Maafe hnetusúpa.

„Maafe er vestur-afrískt hnossgæti upprunnið frá Senegal. Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrakvöldum,“ segir Halla Björg og deilir hér uppskriftinni.

Kjötið:

500-800gr kjúklingur/lamb/naut
Mér finnst gott að geyma afgangskjöt þegar fellur til og nota í súpur. Þá sker ég það niður í teninga og frysti. Einnig má rífa niður grillaðan kjúkling og nota. Ég notaði afgangs lambakjöt í þetta sinn.
Ef kjötið er hrátt er það kryddað með:
1tsk paprika
1tsk hvítlaukur (rifinn/kreistur)
1tsk engifer (rifinn)
1tsk salt
1/2tsk salt

Aðferð:

  1. Kjötið brúnað á pönnu í góðri olíu og smjöri, kryddað og sett til hliðar.
  2. Ef notast er við afganga er kjötinu bara velt upp úr kryddinu áður en það er sett saman við súpuna.

Í Maafeð sjálft fer:

3msk góð olía (kókos/avókadó/ólífuolía)
1 laukur (niðurskorinn)
4-5 stilkar sellerí (smátt skornir)
1msk hvítlaukur (rifinn/kreistur)
1 jalapeno ferskt (smátt skorið) … má sleppa ef þið finnið ekki 😉
3msk tómatpúrra
1 dós hakkaðir tómatar eða tómatpassata
1tsk paprika
1/2-1tsk red pepper (hvað má þetta vera sterkt?;-)
1/2-1 haus sellerírót (skorin í litla teninga)
1/2-1 rauð paprika (skorin í millistóra teninga)
1/2-1 græn paprika (skorin í millistóra teninga)
1l. Kjúklingasoð eða vatn með tveimur teningum af kjúklingakrafti
1/2b hnetusmjör
Salt (smakka til)

Aðferð: 

  1. Mýkja lauk og sellerí… bæta síðan kjötinu við og krydda með öllu kryddinu.
  2. Bæta síðan tómatpúrru og tómötum við, því næst soðinu/kraftinum og sellerírótinni.
  3. Hnetusmjörið er síðan hrært saman við og þetta soðið á lágum hita í 1-1&1/2 klst eftir því hvernig kjöt er notað, styttra fyrir kjúkling lengur fyrir lamb/naut. Passa að hræra reglulega í svo ekkert brenni í botninn og passa vel að hafa lágan hita.
  4. Paprikan fer svo í þegar súpan er tilbúin en hún þarf aðeins 10-15 mín í pottinum.
  5. Skreyta svo með kóriander og salthnetum.
  6. Súpan er tilbúin þegar kjötið er þannig að það bráðnar í munni.

„Svo má líka gera hana vegan með því að sleppa kjöti og ef þú getur taktu út smjörið. Skipta einnig út kjötkraftinum fyrir vegan kraft.

Það er einnig hægt að skipta út hnetusmjörinu fyrir til dæmis möndlusmjör eða kasjúhnetusmjör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa