fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Kallar óánægða viðskiptavini rasista og lygara – „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 12:11

Skjáskot/Google

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðir virðast spretta eins og gorkúlur hér á landi og er mikil samkeppni í geiranum. Erfitt getur verið að vita hvaða staðir eru bestir og nota neytendur oft meðmælasíður á alnetinu til að ákveða hvar skal snæða. Þessar meðmælasíður geta svo skipt sköpum í því hvort staðir haldi sér á floti eða ekki. Þegar slæm meðmæli koma í hús hoppa eigendur veitingastaða því af stað og biðjast afsökunar, bjóða jafnvel gjafabréf eða endurgreiðslu til að ná sáttum við óánægða viðskiptavini.

Það er þó ekki aðferðin sem eigandi Gríska hússins, veitingastaðar í miðbænum, beitir. Þegar litið er yfir umsagnir um veitingastaðinn á Google má sjá nokkrar í neikvæðari kantinum, það sem vekur þó athygli er það hvernig eigandi Gríska hússins svarar þessum neikvæðu umsögnum.

Athygli er vakin á því að umsagnirnar og svörin við þeim eru á ensku en þær hafa verið þýddar á íslensku í fréttinni.

Einn óánægður viðskiptavinur segir til dæmis í sinni umsögn að hann hafi ekki fundið neinn grískan mat á veitingastaðnum. „Ég skil ekki hvers vegna þau segja að staðurinn sé grískur. Maturinn var mjög vondur og alls ekki bragðgóður. Venjulega kvarta ég ekki mikið en þú ættir að forðast þennan stað þegar þú ert í Reykjavík,“ segir í umsögn óánægða viðskiptavinarins.

Búið er að svara þessari umsögn en fram kemur á Google að svarið komi frá eiganda staðarins. „Þetta er grískt, þú ert bara rasisti,“ svarar eigandinn fullum hálsi.

Skjáskot/GoogleÞetta er alls ekki einsdæmi, eigandinn hefur í raun svarað flestum neikvæðu umsögnunum með sambærilegum hætti. Í annarri neikvæðri umsögn er sagt að staðurinn sé „hræðilegur“ og dýr, maturinn sé bragðlítill og að starfsfólkið sé dónalegt. Eigandinn svarar þessari athugasemd einnig fullum hálsi: „Nei, við erum með mestu gæðin, þú ert bara slæm.“

„Þú ert bara reiður því þú ert fátækur“

Þá virðist eigandinn einnig vera gefinn fyrir kaldhæðni. Einn af óánægðu viðskiptavinunum furðar sig til dæmis á því að hafa þurft að borga 2.000 krónur fyrir matinn sem honum fannst vera kaldur og vondur. „Þetta kallast verðbólga, hefurðu heyrt um hana?“ segir eigandinn við þeirri umsögn.

Annar viðskiptavinur sem kvartar undan verðinu og sakar veitingastaðinn um að þvo peninga er svo kallaður fátækur af eigandanum. „Þetta er lygi, af hverju myndirðu ljúga. Við erum ekki að þvo peninga. Þú ert bara reiður því þú ert fátækur.“

Eigandinn er nefnilega alveg sérstaklega á móti því að maturinn á staðnum sé dýr. Í nokkrum jákvæðum umsögnum þar sem staðurinn fær 3 og jafnvel 5 stjörnur er talað um að maturinn sé góður en þó dýr. Eigandinn tekur sér tíma til að svara þessu einnig, þakkar fyrir góð meðmæli en þvertekur fyrir það að maturinn sé dýr. „Takk fyrir en nei við erum ekki dýr staður.“

„Aldrei koma aftur við viljum ekki slæmu bragðlaukana þína“

Þær umsagnir sem eru hvað neikvæðastar fá síðan að finna hvað mest fyrir reiði eigandans. „Það ætti að loka þessum stað undir eins, þetta er ekki einu sinni grískur matur, ekkert eins og grískur matur og þetta er óvirðing við grískan mat og allt Grikkland. Gordon Ramsey myndi líklega deyja ef hann myndi smakka þennan mat,“ segir til dæmis einn af óánægðustu viðskiptavinunum. „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur við viljum ekki slæmu bragðlaukana þína,“ segir eigandinn við þeirri athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni
Matur
Fyrir 1 viku

Rekstur The Deli settur á sölu

Rekstur The Deli settur á sölu
Matur
Fyrir 2 vikum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon
HelgarmatseðillMatur
04.11.2022

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana