Fólk eldra en 50 ára er tvisvar sinnum líklegra til að borða flatkökur oft en almennt er lítill munur á neyslu eftir kyni, búsetu, tekjum eða menntun. Þó er misjafnt hvers konar flatkökur fólk velur sér. „Til að mynda eru yngri neytendur líklegri til að borða Gæða lágkolvetna flatkökur heldur en eldri neytendur. Einnig eru konur líklegri til að borða heilkorna flatkökur á meðan karlar eru líklegri til að borða Ömmubaksturs flatkökur, svo dæmi séu tekin,“ segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs. Tveir af hverjum þremur sem borða flatkökur borða oftast flatkökur frá Gæðabakstri.

Gísli segir að algengustu ástæður þess að fólk velji flatkökuvörumerki umfram annað sé bragð, hollusta og hversu ódýrar þær eru. „Það sem vekur líka eftirtekt er að helmingur fólks borðar tvær eða fleiri tegundir, sem sýnir að líklega er smekkur heimilismanna æði misjafn. Vöruval okkar endurspeglar þennan fjölbreytileika ágætlega, en við erum með hefðbundnar flatkökur eins og Úrvals og Ömmubaksturs flatkökur og svo lágkolvetna flatkökur og heilkorna flatkökur. Þá er enginn af flatkökunum okkar sem inniheldur viðbættan sykur.“

Könnunin náði til nærri 900 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri. Fólk var handahófsvalið úr viðhorfshópi Gallup.