fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Matur

Krönsí kartöflur frá Ingu Sæland: „Kartöflurnar einar og sér eru herramannsmatur“

DV Matur
Fimmtudaginn 23. september 2021 10:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland er  formaður Flokks fólksins og oddviti flokksins í Reykjavík suður. Hún býður upp á ódýran og einfaldan kartöflurétt fyrir kjósendur sína. Uppskriftin er birt á Heimkaup sem hluti af herferðinni  Kjóstu rétt. Þar deilir forsvarsfólk flokkanna uppskrift sem það telur í takt við stefnu sína og Heimkaup birtir lista yfir hráefnin og hvað þau kosta.

Mynd/Heimkaup

„Flokkur fólksins er ekki að reyna að vera neitt sem hann ekki er. Hér mætir hann til leiks með rétt sem sem er fullkominn fyrir þau sem vart ná endum saman. Sá stóri hópur gæti þó þurft að sleppa kryddjurtunum, en kartöflurnar einar og sér eru herramannsmatur.  Áfram Flokkur fólksins!“ segir Inga.

Hráefni fólksins

 • Kartöflur, mega gjarnan vera heldur litlar. Magn fer eftir aðstæðum. 
 • Salt
 • Olía
 • Kraminn hvítlaukur – setur aðeins meira stuð í réttinn
 • Kryddjurtir, þær gera réttinn fallegri og bæta svona aðeins við hann – má sleppa.

Svona gerir fólkið

 1. Sjóðið kartöflurnar.
 2. Takið úr vatninu og þerrið örlítið.
 3. Hellið dálítið af olíu á bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir ofnskúffu.
 4. Kremjið kartöflurnar t.d. með því að ýta glasi varlega ofan á hverja og eina þannig að hún opnist.
 5. Penslið með olíu og stráið salti og hvítlauk yfir 
 6. Bakið við 200 gráður í 20-25 mín.

Njótið.

Uppskrift frá Ingu Sæland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
01.07.2022

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum
Matur
29.06.2022

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar
Matur
15.06.2022

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?
Matur
12.06.2022

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú
Matur
05.06.2022

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
Matur
04.06.2022

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?