fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Matur

Stefnumótið ónýtt: Lára lýsir ömurlegri reynslu af veitingastað í Reykjavík – „Upplifun sem var verri en í mötuneyti“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 10:23

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„„En sleppur þetta ekki?“ sagði þjónninn eftir að hafa spurt okkur hvernig smakkaðist og ég sýndi honum brenndan grænmetisborgarann.

Svona hefst pistill læknisins Láru G. Sigurðardóttur, sem fjallaði um leiðinlegar upplifanir á matsölustöðum í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að hún hafi fyrir skömmu farið ásamt maka sínum á nýjan veitingastað í Reykjavík. Þau hafi verið ansi spennt eftir að hafa skoðað matseðillinn á netinu, en við tóku mikil vonbrigði.

Lára segist hafa þurft að bíða í röð í talsverðan tíma áður en hún fékk sæti ásamt maka sínum. Hún segir hálft kvöldið hafa farið í að ná athygli þjónsins, en hún hafi næstum því verið búin með sinn drykk þegar makinn fékk sinn. Svo hafi maturinn komið ansi seint, og verið mjög ólíkur því sem sást á myndinni á netinu. Þrátt fyrir það allt segist hún ekki hafa fengið tækifæri til að klára matinn, en diskurinn var tekin af henni áður en hún var spurð hvernig maturinn smakkist. Hún segir þessa upplifun hafa verið verri en í mötuneyti.

Nýverið héldum við hjónin á rómaðan nýjan veitingastað hér í höfuðborginni. Tilefnið var reglulegt stefnumót. Tilhlökkunin magnaðist eftir að hafa skoðað matseðilinn á netinu. Við mættum á slaginu ásamt fleirum sem höfðu stillt sér prúðbúnir í röð. Eftir dágóða stund var röðin teymd inn í þéttsetinn sal. Hálft kvöldið fór í handadans til að ná athygli þjónsins. Ég var næstum búin með minn drykk áður en maki minn fékk sinn og eftir óralanga bið birtist maturinn. Áður en ég náði að klára réttinn, sem líktist lítið myndinni á vefsíðunni, var diskurinn hrifsaður án þess að nokkur spyrði „hvernig smakkast?“. Við álpuðumst heim lúpuleg með upplifun sem var verri en í mötuneyti. Líklega verri en gestir upplifðu á veitingastaðnum „Two Panda Deli“ í Pasadena, Kaliforníu, árið 1983 þegar vélmennin Tanbo R-1 og Tanbo R-2 þjónuðu til borðs.

Lára minnist þess þegar hún hafi sjálf verið þjónn á Café Óperu. Hún segir að þá hafi verið gert mikið til að sjá til þess að viðskiptavinir fengju sem besta þjónustu. Hún segir að í dag standist flestir staðir ekki væntingar, og er hrædd um að gamli tíminn sé farinn og nú sé tekin við „sleppur þetta ekki?“-upplifun.

Fyrir um þrjátíu árum starfaði ég sem þjónn á Café Óperu. Þar var lögð áhersla á að gestir hefðu ávallt drykk í glösum, greiðan aðgang að þjóni og biðu sem skemmst eftir matnum. Og við spurðum gesti áður en langt um leið „hvernig smakkast?“. Orðið þjónn stóð þá undir nafni, en orðið „waiter“ er upprunnið frá því að þjónn var í biðstöðu til að þjóna gestum sínum.

Mér þykir miður þegar veitingastaðir setja mest púður í brass og ljósakrónur, en láta matarupplifun mæta afgangi. Vissulega eru staðir sem standast væntingar, en þeir eru á undanhaldi. Maður verður kannski að sætta sig við að gamli tíminn sé horfinn og „sleppur þetta ekki?“-upplifunin sé tekin við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
22.05.2021

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“
Matur
18.05.2021

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki
Matur
27.04.2021

Eldaðu eins og Matarmenn – Ótrúlega einfaldur og góður kjúklingaréttur

Eldaðu eins og Matarmenn – Ótrúlega einfaldur og góður kjúklingaréttur
Matur
25.04.2021

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“
Matur
20.04.2021

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir
Matur
18.04.2021

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
05.04.2021

Ketó jógúrt boost fyrir alla fjölskylduna – fullkomið um helgar

Ketó jógúrt boost fyrir alla fjölskylduna – fullkomið um helgar
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi