fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Matur

Nóróveirusmitaðar ostrur á Skelfiskmarkaðnum ollu 295 milljóna gjaldþroti

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 13:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröfur í þrotabú Skelfiskmarkaðarins námu 295 milljónum rúmum en aðeins fengust tæpar 4 milljónir upp í kröfurnar. Tekið skal fram að sjaldnast er tekin afstaða til krafna af skiptastjóra þrotabús þegar ljóst er að ekkert mun fást upp í þær.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar frá því í lok nóvember 2018 veiktust 48 einstaklingar eftir að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum í lok október og byrjun nóvember. Sagði þar að staðfest væri að orsök veikindanna mætti rekja til mengaðra ostra. Um innfluttar ostrur frá Spáni hafi verið að ræða sem ræktaðar voru áfram til manneldis í Skjálfandaflóa.

Staðurinn var fyrir smitið einn sá allra vinsælasti í Reykjavík. Staðurinn var rekinn í nýbyggðu húsi á horni Laugavegs og Klapparstígs af veitingamanninum Hrefnu Sætran. Hrefna lokaði staðnum í mars 2019, fjórum mánuðum eftir að smitin komu upp. Sagði hún í viðtali við Fréttablaðið fyrr þann mánuð að staðan væri erfið og bókanir hefðu hrunið eftir uppákomuna. Við RUV sagði Hrefna: „Blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan.“

Seinna þennan sama mars mánuð var rekstrarfélag veitingastaðarins svo tekið til gjaldþrotaskipta. Nú liggur niðurstaðan í því gjaldþroti fyrir en sem fyrr segir fengust fjórar milljónir upp í 295 milljóna kröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.04.2021

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum
Matur
01.04.2021

Dásamleg páskabomba sem bragð er af

Dásamleg páskabomba sem bragð er af