fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Matur

Tveggja ára aðstoðarkokkurinn slær í gegn – Sjáðu hana smakka það sem fer í uppskriftina

Fókus
Laugardaginn 26. júní 2021 11:00

Rose passar vel upp á að smakka allt áður en það fer í uppskriftina. Mynd/skjáskot/FlavCity/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Bobby og Dessi Parrish hafa um árabil haldið úti matarsíðunni FlavCity þar sem Bobby eldar bragðgóðan mat í hollari kantinum. Þau birta myndbönd þar sem hann eldar, fer í verslunarleiðangra og borðar með fjölskyldunni, og komið hafa út matreiðslubækur undir merkjum FlavCity. Dessi hannaði vefsíðu fyrirtæksins, tekur ljósmyndir og hefur tekið upp hluta af myndböndunum.

Eftir að Bobby og eiginkona hans, Dessi sem er stór hluti af FlavCity framleiðslunni, eignuðust dótturina Rose hafa vinsældir myndbandanna stóraukist. Ástæðan er sú að Rose er afar áhugasöm um eldamennskuna, er til í að taka þátt í flestu sem pabbi sinn er að gera og er óhrædd við að smakka hvað sem er.

Margir aðdáendur horfa á þættina bara til að fá að sjá Rose litlu sem er nýorðin tveggja ára en ýmsir hafa gagnrýnt að myndefni af ungu barni sé notað í svo miklum mæli í myndböndunum og segja hjónin nota dóttur sína til að græða peninga.

Hvað sem því líður þá er Rose algjört krútt og hún aðstoðaði pabba sinn við að búa til panini samloku á dögunum. Rose smakkaði að sjálfsögðu pestóið, parmaskinkuna, kalkúninn og cheddar ostinn áður en þetta fór á samlokuna. Hér má sjá myndir og myndband frá paninigerðinni. Á Facebooksíðu FlavCity má finna fleiri skemmtileg myndbönd.

 

Rose smakkar pestó. Skjáskot úr myndbandinu/FlavCity
Rose smakkar kjúklingaálegg. Skjáskot úr myndbandinu/FlavCity
Rose smakkar parmaskinku. Sjkáskot úr myndbandinu/FlavCity

 

Hér má svo sjá myndbandið í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
22.05.2021

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
20.04.2021

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir