fbpx
Þriðjudagur 18.janúar 2022
Matur

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 23. maí 2021 19:00

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það elska margir gott freyðivín og hafa Íslendingar tekið freyðivíni opnum örmum eins og sést hefur á aukinni sölu síðustu ár. DV leitaði til annálaðra bubbluelskandi lífskúnstnera sem mældu með þessum veigum.

Álitsgjafar :
Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona
Eva Einarsdóttir matgæðingur og rithöfundur
Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi
Kristín Soffía Jónsdóttir nýsköpunarséní og fyrrum borgarfulltrúi
Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðm. Menntamálaráðherra

Mure Cremant d’Alsace Rose
Þetta er alger sleggja segja vín-konurnar og panta þessa elsku í gríð og erg. „Þetta er í miklu uppáhaldi.“ Lýsing: Ljóslaxableikt. Ósætt, fersk sýra. Hindber, jarðarber, rabarbari, baksturstónar.
Verð í Vínbúð: 3.499 krónur.

Bailly Lapierre Reserve Brut
Þurrt freyðivín sem passar með flestu. „Bailly er himneskt. Ég fór í vínsmökkun þangað í Frakklandi, ógleymanlegt. Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Verð í Vínbúð: 2698 kr.

Tommasi Prosecco Filo Dora
„Klassískt freyðivín sem passar í allt hvort sem það er Apperol-Spritz, mímósu eða eitt og sér og er á góðu verði. Ítölsk snilld sem er alltaf til á mínu heimili. Ég þoli ekki sæt freyðivín – þetta er æðislega milt og gott og laust við alla stæla.“
Verð í Vínbúð: 2390 kr

Gustave Lorentz Cremant d’Alsace Brut
Lýsingin ein og sér segir það sem segja þarf. Létt freyðing, fersk sýra. Sítrus, epli, ferskjusteinn, smjördeig. „Þetta er sumar í glasi – allan ársins hring.“
Verð í Vínbúð: 4290 kr.

Cremant de Jur Brut Rose
Freyðandi rósavín er að trenda á börum landsins. Þetta vín hefur selst mikið síðustu vikur og er því spáð miklum vinsældum í sumar. Ferskt, ósætt og hæfilega ávaxtaríkt. Vínið þarf að sérpanta í Vínbúðinni en fæst á mörgum vinsælum börum og veitingahúsum. „Delísjössss!“
Verð í Vínbúð: 2.999 kr.

Azmut Cava brut
„Elska Azimut Cava. Það er náttúruvín sem fæst meðal annars á Vínbarnum Mikka Ref og Röntgen en ég hef ekki séð það í Ríkinu.“

Juve y Camps Brut Nature Reserva de la Familia
„Ósætt Cava sem er í miklu uppáhaldi. Sítróna, græn epli og tertubotn segir í lýsingunni. Hver vill ekki tertu í glas? Mæli með!“
Verð í Vínbúð 2999 krónur

Bottega gold
„Bottega er virkilega gott margverðlaunað prosecco og fæst lífrænt, með rósakeim og þetta klassíska í gylltu flöskunum. Flöskurnar eru líka svo fallegar – guðdómleg gjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur