fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Matur

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Una í eldhúsinu
Laugardaginn 3. apríl 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tilvalið að bjóða þínum nánustu í páskabröns og njóta þess að eiga góð stund saman. Ekki er verra að grípa í spil, fela marglit páskaegg í garðinum eða búa til heimagert bingó eftir matinn.

Morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

1 baguettebrauð
Ólífuolía
4 egg
2 avókadó
Safi úr
½ sítrónu
Salt og pipar
1/3 rauðlaukur
150 g beikon
2 msk. fersk steinselja
Ferskur parmesanostur

Aðferð

Hrærið saman egg á pönnu og kryddið með salti og pipar, myndið eggjahræru og setjið til hliðar.

Setjið beikon sneiðar á bökunarpappír og inn í ofn við 180 gráður í um 25-30 mínútur þannig að beikonið verði stökkt og gott.

Stappið avókadó í skál með klípu af salti og safa úr ferskri sítrónu.

Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar.

Skerið brauðið í sneiðar og penslið með ólífuolíu og setjið inn í ofn í 4-5 mínútur við 180 gráður.

Setjið eggjahræru, stökkt beikon, avókadó, sneiðar af rauðlauk, ferska steinselju yfir og rífið að lokum ferskan parmesanost yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Matur
Fyrir 2 vikum

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum
Matur
Fyrir 3 vikum

Dásamleg páskabomba sem bragð er af

Dásamleg páskabomba sem bragð er af
Matur
21.03.2021

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
20.03.2021

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir
Matur
06.03.2021

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“
Matur
03.03.2021

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar
Matur
27.02.2021

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift
Matur
27.02.2021

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur