fbpx
Sunnudagur 04.desember 2022
Matur

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 10:00

Hanna Þóra. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra byrjaði á sinni ketó vegferð fyrir 950 dögum og segir þennan tíma hafa verið ótrúlega magnaðan og lærdómsríkan í alla staði. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi?

Matarbloggarinn og rithöfundurinn Hanna Þóra Helgadóttir hefur verið á ketó í tæplega þrjú ár. Hún hefur gefið út bók um ketó lífsstíllinn og heldur einnig úti vinsælu matarbloggi og Instagramsíðu @hannathora88. Hún lýsir venjulegum degi í lífi sínu.

„Ég byrja alla virka daga á góðum kaffibolla á meðan ég aðstoða börnin mín við að græja sig fyrir skóla og leikskóla. Okkur finnst langbest að klára heimalestur á morgnana þannig að ég fæ góða sögustund með kaffinu. Þegar þau eru komin í skólann kem ég heim og fæ mér góðan morgunverð og græja mig fyrir minn dag. Ég starfa við það sem ég elska og á mitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í vöruþróun og markaðssetningu á þeim vörum sem passa innan kolvetnaskerta rammans, ásamt því gefa út bókina mína Ketó – Hugmyndir – Uppskriftir – Skipulag,“ segir Hanna og bætir við að dagarnir hennar séu fjölbreyttir.

„Stundum er ég á mörgum fundum yfir daginn með flottum fyrirtækjum sem eru í vöruþróun eða í uppskriftavinnu og tökum. Aðra daga er ég meira heima að útbúa nýjar uppskriftir, sinna bókapöntunum sem berast og sýna frá mínu mataræði á Instagram.“

Framtíðarlífsstíll

Það hefur verið talsvert í umræðunni að ketó sé átak eða einhvers konar megrun til skammtíma en ekki lífsstíll til frambúðar. Hanna segir að það eigi ekki við um hana og að ketó henti henni frábærlega sem framtíðarlífsstíll.

„Þar sem það hentar mér afskaplega vel að geta haldið mig innan ákveðins ramma en samt geta notið alla leið innan þeirra kolvetnamarka sem ég kýs. Hveiti, glúten og sykur fer ekki vel í minn líkama og hefur aldrei gert þannig að ég finn fyrir ákveðnum létti að vera bara búin að sleppa takinu á þeim vörum. Það þurfa allir að finna sitt jafnvægi í öllu sem þeir gera en fyrir mér hefur lífið breyst gífurlega til hins betra með þessu mataræði,“ segir hún.

Hanna Þóra. Aðsend mynd.

Á alltaf nóg af eggjum

Aðspurð hvað henni þyki einfaldast að elda þegar hún nennir ekki að elda segist Hanna gjarnan grípa í eggin.

„Ég elska að gera eitthvað fljótlegt úr eggjum þar sem þau passa svo fullkomlega inn í mataræðið. Ég á alltaf til nóg af eggjum í ísskápnum og elda beikon í ofninum. Ég frysti tilbúið beikon sem er frábær tímasparnaður og á þá alltaf fullkomlega eldað beikon. Góð eggjakaka með beikoni, grænmeti og osti verður mjög oft fyrir valinu í hádeginu til dæmis,“ segir hún.

Það besta og það versta

Hvað er það besta við að vera á ketó? En það versta?

„Orkan er mun meiri, meltingin betri og almenn vellíðan margföld í eigin skinni. Þetta er auðveldara en margir halda en allur maturinn sem er í boði á þessu mataræði er bæði æðislegur og saðsamur. Það versta við ketó fyrir mér eru litlu augnablikin þegar manni finnst maður vera að missa af einhverju gómsætu af því að allir hinir eru að fá sér eitthvað gotterí sem hátt í kolvetnum. Ég hef náð að gera það besta úr flestum aðstæðum en það kemur alveg fyrir að ég sakni þess gífurlega að fá mér popp í bíó eða bragðaref með fullt af nammi í ísbúðinni. En besta ráðið er að vera búinn að borða áður og fá sér eitthvað sykurlaust nammi í staðinn og halda sínu striki, þá ferðu vel sátt að sofa og augnablikið líður bara hjá. Á morgun er enginn að spá í því hvort þú borðaðir gotteríið eða ekki,“ segir Hanna Þóra.

Uppáhalds máltíð?

„Krispí kjúklingaborgarinn minn í ketóraspi með spicy hrásalti er í algjöru uppáhaldi hjá mér og hefur verið lengi. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með ketó hamborgarabrauð, er að komast nálægt því að vera búin að finna hið eina sanna. Það er það skemmtilega við vinnuna, alltaf að prófa nýjungar og leita að aðferð og innihaldsefnum sem henta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by H A N N A Þ Ó R A (@hannathora88)

Matseðill Hönnu Þóru

Morgunmatur

Grísk jógúrt með sykurlausu möndlusmjöri og ketómúslí er í miklu uppáhaldi og tilvalið að taka með í nesti ef ég er á ferðinni.

Millimál nr. 1

Kaffi með MCT olíu creamer.

Hádegismatur

Pönnusteikt brokkolí með ostasósu og beikoni verður oft fyrir valinu ef ég græja ekki eggjaköku. Ég á alltaf frosið brokkolí, blómkál og rósakál í frystinum sem mér finnst gott að nýta í alls konar rétti og er duglegri að borða grænmeti fyrir vikið.

Millimál nr. 2

Möndlumixið mitt sem inniheldur möndlur, pekanhnetur, bleikt salt, kókosflögur, kakósmjördropa og pínulítið sykurlaust súkkulaði. Fullkomið hlutfall af fitu/söltum og smá súkkulaði til að halda sykurpúkanum góðum.

Kvöldmatur

Ofnsteikur kjúklingur með ketóvænum hrísgrjónum og salati til hliðar er svona kvöldverður í uppáhaldi, ég nýti tækifærið og elda alltaf meira magn til að eiga í hádeginu daginn eftir.

Kvöldsnarl

Ef mig langar í eitthvað kvöldnasl yfir sjónvarpinu þá eru það oftast góðir ostar. Feykir/Reykir og Grettir eru skemmtilega öðruvísi ostar. Æðislegt að para með góðu ostasnakki og ítölskum pylsum.

Fylgstu með Hönnu Þóru á Instagram. Þú getur einnig skoðað matarbloggið hennar hér, hannathora.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Svona gerir þú appelsínukrans í aðventunni og sötrar á heitu súkkulaði

Svona gerir þú appelsínukrans í aðventunni og sötrar á heitu súkkulaði
Matur
Fyrir 2 vikum

Solla Eiríks og Lára blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni

Solla Eiríks og Lára blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni
Matur
Fyrir 2 vikum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona er best að geyma egg

Svona er best að geyma egg
Matur
02.11.2022

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta
Matur
30.10.2022

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri