fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Matur

Bakaðir andaleggir með sætkartöflumús að hætti Önnu Bjarkar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 24. apríl 2021 16:00

Anna Björk. Mynd/Valli/Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Björk Eðvarðsdóttir matarbloggari með meiru segir að það sé bæði skemmtilegt og spennandi að þróa nýjar uppskriftir. Hún deilir hér gómsætri uppskrift.

Sjá einnig: Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

„Andaleggir eru nýja uppáhaldið mitt þessa dagana. Loksins er alltaf hægt að fá þá, í flestum verslunum og þeir eru ekki dýrir. Þetta er mjög einföld uppskrift, en gefur engan afslátt af bragði og gæðum. Það er mjög einfalt að minnka uppskriftina eða stækka,“ segir Anna Björk.

Fyrir 6:

 • 6 andaleggir
 • 12 skarlottulaukar, miðlungs stórir, í heilu lagi
 • 2 lárviðarlauf
 • 1/2 tsk. ný marin allrahanda ber (allspice), eru til frá Kryddhúsinu, eða tilbúin möluð
 • 1/2 tsk. sjávarsalt
 • 3 dl hvítvín
 • Í sætkartöflumúsina:
 • 1 kg. sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
 • Stór klípa smjör
 • Fersk múskathneta, rifin
 • Sjávarsalt
 • Söxuð steinselja, til skrauts

Aðferð

Andaleggirnir:

 1. Ofninn er hitaður í 190°C. 
 2. Skarlottulaukarnir eru skrældir, en hafir heilir.
 3. Húðin á andaleggjunum er pikkuð með gaffli. 
 4. Allrahanda kryddið er marið í mortéli og blandað saman við sjávarsaltið. 
 5. Leggirnir eru nuddaðir vel með kryddinu og lagðir í einfalt lag í ofnskúffu, lauknum og lárviðarlaufinu er stungið inn á milli. 
 6. Síðan er skúffunni stungið i ofninn og leggirnir bakaðir í 1 klst.
 7. Þá er skúffan tekin úr ofninum og mesta af fitunni fjarlægð úr skúffunni með stórri skeið og sett í skál og geymt, ef þú vilt nota hana seinna. 
 8. Hvítvíninu er hellt í skúffuna og henni stungið i ofninn aftur og bakað áfram í 20 mín., borin á borð með lauknum og sætkartöflumúsinni.

Sætkartöflumúsin:

 1. Sætu kartöflurnar eru skrældar og skornar í bita. 
 2. Suðan  er látin koma upp á söltu vatni í rúmgóðum potti. 
 3. Kartöflurnar eru soðnar þar til þær eru meyrar, ca. 7-10 mín. 
 4. Kartöflunum er hellt í sigti þegar þær eru soðnar og vatnið látið renna vel af þeim. 
 5. Settar aftur í pottinn, ásamt stórri klípu af smjöri (ekki spara það) og maukaðar með töfrasprota. 
 6. Smakkaðar til með sjávarsalti og góðum slatta af ný rifinni múskathnetu.  
 7. Verði þér að góðu 🙂

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben
Matur
Fyrir 3 vikum

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat
HelgarmatseðillMatur
20.05.2022

Maríanna er brjáluð í nautasteikur og ekkert gleður hana eins mikið og Tiramisu

Maríanna er brjáluð í nautasteikur og ekkert gleður hana eins mikið og Tiramisu
Matur
18.05.2022

Ný vörulína frá Kaju sem á eftir að slá í gegn

Ný vörulína frá Kaju sem á eftir að slá í gegn
Matur
09.05.2022

Risarækjukokkteill eins og hann gerist bestur

Risarækjukokkteill eins og hann gerist bestur
Matur
08.05.2022

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur