fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Matur

Stórfenglegur kjúklingaréttur með ítölsku ívafi – Djúsílísjöss!

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 29. mars 2021 17:30

Mynd: Tobba Marinós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er svo sannarlega réttur sem „bráðnar í munni“. Flestir hafa heyrt orðatiltækið en nú fyrst skil ég það til fullnustu. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur en djúsí með meiru.

Lítið er vitað um uppruna orðatiltækisins sem oftast er notað um eitthvað virkilega gott og mjúkt undir tönn. Ég skildi það til fulls þegar ég smakkaði þennan rétt því hingað til hef ég aldrei skilið hvernig kjötmeti getur bráðnað í munni og heldur aldrei séð ástæðu til þess að kjötfang bráðni enda er ég með annálað áferðarblæti og kýs að raða saman réttum með það í huga hvaða gerðir áferðar takast á. Hér sér þó stökkt salatið um stökkleikann því kjúklingurinn er lungamjúkur – undarlegt lýsingarorð sem merkir mjög mjúkt og það besta úr einhverju. Ég vil alls ekki blanda lungum inn í mína matargerð – sem ég hef samt náð að gera hér með þessu ranti. En orðalýsingar og matur eru annað gúmmelaði sem hægt er að velta sér upp úr endalaust – til dæmis með rauðvínsglas í hönd og þennan rétt á borði. Verði ykkur að góðu!

 

Kjúklingur með tvöföldum tómat og rjómaosti

Fyrir 2 fullorðna og barn eða 4 fullorðna með pasta

1 bakki kjúklingalundir (án viðbætts vatns)
150 g konfekttómatar
6 sólþurrkaðir tómatar
2 msk. fetaostur í olíu
Gott kjúklingakrydd t.d. Cajun Spice
2 msk. rjómaostur
3 hvítlauksgeirar
2-3 msk. pestó úr sólþurrkuðum tómötum og Ricottaosti
½ tsk. pipar
1 dl söxuð basilíka

Klippið hvíta spottann (sinina sem stendur stundum út úr kjúklingalundinni) og hendið.
Setjið 1-2 msk. af góðu kjúklingakryddi í eldfast mót, raspaðan hvítlauk, 1 msk. af olíu af fetaosti og hrærið vel saman.

Klippið sólþurrkuðu tómatana yfir. Hellið konfekttómötunum og fetaostinum yfir. Hrærið pestóinu og rjómaostinum saman við. Piprið yfir.

Bakið inni í ofni á 180 gráðum í 25-30 mínútur.

Stráið ferskri basilíku yfir og berið fram með klettasalati með sítrónuolíu og ristuðum furuhnetum og/eða soðnu pasta. Ef fólk er að forðast kolvetni er vel hægt að ydda kúrbít í spaghetti stíl og bera fram með. Athugið að kúr-bíturinn er borinn fram hrár, ef til vill saltaður örlítið eftir að búið er að kreista mesta vatnið úr honum.

Ath! Kúrbítsyddari er snilld og kostar ekki mikið. Fæst í flestum kokkaverslunum og í Heimkaup sem dæmi, en er flugbeittur svo farið varlega!

Kúrbítsspaghetti. Mynd: TM

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi