fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Matur

Marengsdraumur með veislubrag – fullkominn í fermingarveisluna

Una í eldhúsinu
Þriðjudaginn 2. mars 2021 17:24

Una Guðmundsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falleg og góð marengskaka er alltaf tilvalin í veislur, hérna ákvað ég að gera smá breytingu og taka til hliðar smá part af marengsblöndunni, lita hana með bleikum matarlit og nota mismunandi sprautustúta til að fá fallega marengstoppa til að skreyta kökuna með.

Marengsbotn

4 stk. eggjahvítur
200 g sykur
2 tsk. vanilludropar
400 ml rjómi

Byrjið á að stilla ofninn á 150 gráður.

Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða vel og hellið sykrinum hægt og rólega saman við, vanilludroparnir fara svo næst saman við. Þeytið vel saman eða þar til að stíf marengsblanda myndast.

Hellið marengsblöndunni á bökunarpappírinn og myndið tvo jafna hringi og sléttið vel úr.
Takið aðeins af blöndunni til hliðar, litið með matarlit, setjið í sprautupoka og sprautið með mismunandi sprautustútum á sér bökunarplötu með bökunarpappír undir.

Bakið í 40 mínútur, takið út úr ofninum og látið kólna.

Þeytið rjóma og leggið á milli botnanna.

Setjið karamelluna yfir kökuna og á milli botnanna.

Skreytið að vild, sjá meðfylgjandi mynd.

Karamella 4 stk. eggjarauður

60 g flórsykur
50 g smjör
200 g mjólkursúkkulaði

Bræðið saman í potti smjör og súkkulaði við vægan hita og hrærið vel í, leyfið aðeins að kólna. Hrærið saman eggjarauður og flórsykur.

Bætið svo súkkulaðinu saman við flórsykurblönduna og hrærið vel saman og hellið yfir kökuna og milli botnanna.

 

Una Guðmundsdóttir
Una Guðmundsdóttir
Una Guðmundsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi