fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Matur

Marengsdraumur með veislubrag – fullkominn í fermingarveisluna

Una í eldhúsinu
Þriðjudaginn 2. mars 2021 17:24

Una Guðmundsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falleg og góð marengskaka er alltaf tilvalin í veislur, hérna ákvað ég að gera smá breytingu og taka til hliðar smá part af marengsblöndunni, lita hana með bleikum matarlit og nota mismunandi sprautustúta til að fá fallega marengstoppa til að skreyta kökuna með.

Marengsbotn

4 stk. eggjahvítur
200 g sykur
2 tsk. vanilludropar
400 ml rjómi

Byrjið á að stilla ofninn á 150 gráður.

Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða vel og hellið sykrinum hægt og rólega saman við, vanilludroparnir fara svo næst saman við. Þeytið vel saman eða þar til að stíf marengsblanda myndast.

Hellið marengsblöndunni á bökunarpappírinn og myndið tvo jafna hringi og sléttið vel úr.
Takið aðeins af blöndunni til hliðar, litið með matarlit, setjið í sprautupoka og sprautið með mismunandi sprautustútum á sér bökunarplötu með bökunarpappír undir.

Bakið í 40 mínútur, takið út úr ofninum og látið kólna.

Þeytið rjóma og leggið á milli botnanna.

Setjið karamelluna yfir kökuna og á milli botnanna.

Skreytið að vild, sjá meðfylgjandi mynd.

Karamella 4 stk. eggjarauður

60 g flórsykur
50 g smjör
200 g mjólkursúkkulaði

Bræðið saman í potti smjör og súkkulaði við vægan hita og hrærið vel í, leyfið aðeins að kólna. Hrærið saman eggjarauður og flórsykur.

Bætið svo súkkulaðinu saman við flórsykurblönduna og hrærið vel saman og hellið yfir kökuna og milli botnanna.

 

Una Guðmundsdóttir
Una Guðmundsdóttir
Una Guðmundsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
16.03.2021

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður
Matur
27.02.2021

Þetta borðar Rikki G á venjulegum degi

Þetta borðar Rikki G á venjulegum degi
Matur
27.02.2021

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift
Matur
12.02.2021

Michelle Obama stýrir matreiðsluþáttum á Netflix

Michelle Obama stýrir matreiðsluþáttum á Netflix
Matur
11.02.2021

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“