fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Matur

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veganúar er nýlokið og fjölmargir prófuðu vegan lífsstílinn í janúar eða borðuðu einfaldlega meira af vegan mat. „Vegan matur“ hljómar kannski furðulega í eyrum margra eða er samansemmerki fyrir soðið blómkál og brokkolí. En það er fjarri raunveruleikanum.

Við tókum saman nokkrar vörur sem eru til á mörgum hefðbundnum heimilum og þær eiga það allar sameiginlegt að vera óvart vegan. Listinn er langt frá því að vera tæmandi.

Kex

Súkkulaðikremkex

Súkkulaðibitakex frá Euroshopper

Póló kex

Oreo

Hefðbundið Oreo og Double Creme Oreo er vegan.

Tommi og Jenna kex

Snakk

Flest snakk sem er salt og pipar snakk, papriku, BBQ og chili. En kíktu alltaf yfir innihaldslýsinguna fyrst. Hér eru nokkrar vinsælar tegundir sem eru vegan.

Svart doritos

Rautt Lays

Texas BBQ pringles

Stjörnusnakk

Nammi

Fylltur salmíaks lakkrís frá Toms

Bubs hlaup

„Hefðbundið“ hlaup er unnið úr gelatín, sem er unnið úr dýraafurðum, aðallega nautum og svínum og inniheldur yfirleitt mulning úr beinum, liðum, brjóski, skinni, æðum og jafnvel hornum og klaufum. En hlaupaðdáendur þurfa ekki að örvænta, það er til heill hellingur af vegan hlaupi frá mismunandi merkjum. Eitt það vinsælasta, og ódýrasta, er frá Bubs sem finnst í flestum matvöruverslunum.

Skólakrít frá Fazer

Venjulegur svartur lakkrís

Freyju marsipan brauð

Tyrkish Pepper

Sun lolly

Dökkt piparmyntupralín súkkulaði frá Nóa Siríus

Dökkar súkkulaðirúsínur frá Góu

Annað góðgæti

Heslihnetusmjör frá Euroshopper

Súkkulaðisæla, sumarkaka með eplum og fleiri kökur frá Ömmubakstri

Kanilsnúðarnir frá Findus

Bónus súkkulaðisnúður

Baksturinn

Croissant deig

Tilbúin croissant deig sem fæst í kæli í Krónunni. Ótrúlega gott að smyrja það með heslihnetusmjöri, eða vegan rjómaosti, vegan osti og áleggi frá Tofurky. Eða bara því sem þig lystir.

Smjördeig

Frosin tilbúin smjördeig eru gjarnan vegan, eins og smjördeigið frá Findus eða TC Bröd.

Betty Crocker og kremin

Flestar Betty Crocker kökurnar eru vegan, eins og Devil‘s Food, gulrótakakan og brownies. En í stað þess að setja egg, olíu og vatn, þá seturðu 0.33 l sódavatn í staðinn. Minna ef þú ætlar að gera brownies.

Flest tilbúnu kremin frá Betty Crocker eru einnig vegan, eins og vanillu kremið, súkkulaðikremið og saltkaramellukremið.

Matvörur

Lúxus graflaxsósa frá Ora

Satay hnetusósa frá Blue dragon

Sósur og grýtur frá Toro og Knorr

Fjölmargar sósur og grýtur eru vegan frá Toro og Knorr. Um að gera að lesa aftan á pakkana, það er líka hægt að finna upplýsingar um hvaða sósur og grýtur eru vegan á netinu.

Bakaríssnúðar

Flestir venjulegir bakaríssnúðar, eins og í Bakarameistaranum, Kökulist, Mosfellsbakarí, Almars bakarí og fleiri bakaríum. Um að gera að spyrja.

Heimilisbrauð, hamborgarabrauð, beyglur og flest annað brauð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.05.2021

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki
Matur
11.05.2021

Ókeypis kranabjór á völdum veitingstöðum og krám

Ókeypis kranabjór á völdum veitingstöðum og krám
Matur
25.04.2021

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“
Matur
25.04.2021

Bilaðar bananamúffur með döðlum og súkkulaði

Bilaðar bananamúffur með döðlum og súkkulaði
Matur
18.04.2021

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
17.04.2021

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni