fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Matur

Heimagerði KFC kjúllinn sem öll fjölskyldan elskar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 14:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Úlfarsdóttir gæti borðað sama hlutinn daglega og finnst ekki gaman að elda. „Enda er matseðillinn frekar einfaldur. Flókin matseld hreinlega stressar mig. Ég skoða ekki uppskriftir og hugsa: Vá, hvað mig langar að prófa þetta!“ segir Silja.

„Ég læt stundum strákana mína, sem eru níu ára og ellefu ára, sjá um matinn og hjálpa þeim að elda. Mér finnst mikilvægt að þeir læri að elda og mér finnst ágætt að þurfa að gera það ekki sjálf. Þeir hafa til dæmis eldað hakk og spagettí, pítur, ommilettur, eggjabrauð og samlokur.“

Silja deildi með okkur uppskrift af rétti sem hún eldar og er virkilega girnilegur: KFC kjúllinn, eins og strákarnir hennar kalla þetta. Uppskriftina má sjá hér fyrir neðan:

Hráefni:

Kjúklingalærakjöt (úrbeinað)

Beikon

Frosið grænmeti

Saltlaust smjör

Gróft salt

Aðferð:

Kjúklingalærakjötið er steikt á pönnu með saltlausu smjöri, strái grófu salti báðum megin.

Þegar þetta er búið að eldast í smá tíma báðum megin þá set ég beikon ofan á og frosið grænmeti á pönnuna og inn í ofn í 20 mínútur í 200 gráður.

Meðlæti er oftast hrísgrjón eða sætar kartöflur, franskar fyrir strákana. Og ómissandi er Barbíkjúsósan frá Hamborgarafabrikkunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre
Matur
Fyrir 2 vikum

Hver verður kokkur ársins 2022?

Hver verður kokkur ársins 2022?
Matur
Fyrir 3 vikum

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni
Matur
Fyrir 3 vikum

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar
Matur
09.04.2022

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið
FréttirHelgarmatseðillMatur
08.04.2022

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar
Matur
01.04.2022

Girnilegur helgarmatseðill í boði þáttarins Matur og Heimili – nú er líka grillað

Girnilegur helgarmatseðill í boði þáttarins Matur og Heimili – nú er líka grillað
Matur
31.03.2022

Djúsi kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu sem þú átt eftir að elska

Djúsi kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu sem þú átt eftir að elska