fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Matur

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 20:21

Sigurlaug Margrét og Hjördís Jónasdætur. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan Sigurlaug M Jónasdóttir skellti sér í húsmæðraorlof til Akureyrar að heimsækja systur sína. Sigurlaug er annaálaður listakokkur og skelltu þær systur í alvöru kæfu. Myndirnar sem hún birti á samfélagsmiðlum fengu vissulega marga til að minnast þeirra tíðar þegar heimagerð kæfa var borin á borð og þá gjarnan með rúgbrauði. Viðbrögðin eru mikil og fólk er æst í uppskriftina.

Sigurlaug gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila uppskriftinni sem hún segir ver afar góða á ristaðbrauð og hún hreinlega tárist við hvern bita. „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar,“ segir Sigurlaug og hlær sínum sjarmerandi hlátri.

 

Kindakæfa Hjördísar

10 lambaslög + nokkrir (lélegir) súpukjötsbitar
Slögin eru sett þiðin í pott og suðan látin koma upp.
Fleytið ofan af.

Bætið við í pottinn:
3 heilum laukum
6 lárviðarlaufum
2 msk salt
1 msk negulnaglar
2 msk svört piparkorn
1 msk blönduð piparkorn
Sjóðið í 2 1/2 klst.

Takið slögin úr pottinum eitt og eitt í einu, fituhreinsið og beinhreinsið.
Síið soðið og geymið ca 4 lítra (er ekki allt notað)
Veiðið fitu ofan af soðinu

7-8 laukar. Afhýddir og skornir í báta.
Hakkið kjötið ásamt lauknum og setjið aftur í pottinn.
Hitið og hræið saman, og kryddið.
Setjið lítið krydd í einu og lítið soð. Hitið og hrærið vel á milli og smakkið.
Passið að það sé ekki notað of mikið soð.

Ca magn af kryddi:
3 1/2 msk salt
2 1/2 msk hvítur pipar
2 msk grófmalaður svartur pipar
2 msk piparblanda frá Prima
1 1/2 tsk engiferduft (ekki meira af því)
8-10 msk Toro Bouillon duft dökkt
Kæfan þarf að vera örlítið sterkari heit því hún dofnar aðeins þegar hún kólnar.
Setjið í hæfilegar plastdollur og frystið.

 

Kæfan góða. Mynd: Silla
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Snædís í kokkalandsliðinu mælir með þessari helgarsteik

Snædís í kokkalandsliðinu mælir með þessari helgarsteik
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni
Matur
02.04.2021

Páska Brownie fyrir sælkera

Páska Brownie fyrir sælkera
Matur
27.03.2021

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
21.03.2021

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður
Matur
14.03.2021

Þetta borðar Siggi Gunnars á venjulegum degi

Þetta borðar Siggi Gunnars á venjulegum degi