fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 17:19

Sjöfn Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011 opnuðu hjónin Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir, sem eiga og reka Ferðaþjónustan Mjóeyri, veitingastað í Randulffs-sjóhússinu sem er gamalt síldarsjóhús í eigu Sjóminjasafns Austurlands sem hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilegan villibráðamatseðil að hætti Austurlands.

Í þættinum Matur og heimili sem sýndur er á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Berglindi í sjóhúsið og fær innsýn í sögu sjóhússins og áherslur veitingastaðarins sem hefur einstaka sérstöðu til að státa sig af. Í Randulffs-sjóhúsinu er áhersla lögð á að bjóða upp á ferskan mat úr firðinum eins fisk og hreindýr en einnig hákarl, harðfisk, kavíar og síld sem allt er framleitt á svæðinu.

Hákon Hildibrand, frumkvöðull, menningarfrömuður og dragdrottning, ásamt eiginmanni sínum Hafsteini Hafsteinssyni, myndlistarmanni og rithöfundi  eru eigendur Hildibrands hótelsins í Neskaupstað en þeir eru frægir fyrir að efla menningarlíf og matarupplifanir bæjarins sem enginn hefur staðist.

Sjöfn heimsækir Hákon á Hildibrand hótel í þættinum kvöld og fær innsýn í sögu hússins, tilurð þess að þeir fóru út í hótelrekstur svo fátt sé nefnt. „Byggingin var byggð af langafa mínum á fjórða áratug síðustu aldar sem verslunarhús bæjarins,“ segir Hákon.

Meira um þetta í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld en þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00. 

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur