fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Matur

Gísli Matt eldaði fyrir gesti Dorritar

DV Matur
Föstudaginn 29. október 2021 17:00

Dorrit og Gísli Matt í veislunni góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, er mikill aðdáandi íslenskrar matarmenningar og hefur ekki látið sitt eftir liggja við að kynna það sem Ísland hefur upp á að bjóða í þeim efnum. Í gær hélt hún veglega veislu fyrir vina sína á heimili sínu í London og fékk engan annan en Gísli Matthías Auðunsson, einn helsta matreiðslumann þjóðarinnar, til þess að matreiða ofan í gesti sína.

Tilefnið var ærið enda er Gísli að gefa út matreiðslubókina Slippurinn á enskri tungu þar sem farið er yfir tíu ára sögu samnefnds veitingastaðar í Vestmannaeyjum sem Gísli á og rekur auk þess sem matreiðslumeistarinn deilir fjölmörgum uppskriftum með lesendum sínum. Það er breski bókaútgáfurisinn Phaidon sem gefur bókina út en sú útgáfa hefur staðið að mörgum af bestu matreiðslubókum heims undanfarin ár auk.

Ekki er ólíklegt að Dorrit hafi haft milligöngu milli Phaidon og Gísla enda er Deborah Aaronson, aðstoðarforstjóri útgáfunnar, góð vinkona hennar.

„Takk fyrir, mín kæra vinkona Debbi, fyrir að kaupa Phaiden og kynna svo mikið af íslenskum mat á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Dorrit í færslu þar sem hún deilir ofangreindri mynd af sér og Gísli Matt í veislunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin
Matur
Fyrir 3 vikum

Ómótstæðilega ljúffengt humarpasta sem sælkerarnir elska

Ómótstæðilega ljúffengt humarpasta sem sælkerarnir elska
Matur
Fyrir 3 vikum

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð
Matur
03.07.2021

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor
Matur
01.07.2021

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“