fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Tófúhræra sem allir elska, að hætti Aldísar Amah

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. janúar 2021 11:30

Aldís Amah. Myndir/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Amah Hamilton listakona varð nýlega vegan, en hefur að mestu leyti verið grænmetisæta síðastliðin sjö ár. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi, hér deilir hún uppskrift að tófúhræru sem allir elska.

Sjá einnig: Þetta borðar Aldís Amah á venjulegum degi

Tófúhræran. Mynd/Sigtryggur Ari

Tófúhræra fyrir tvo

300 g tófú

Marínering

1 msk. dijon-sinnep

1 msk. reykt paprika (ég vil meira en minna)

1 msk. túrmerik

1 tsk. karrí

½ tsk. laukduft (eða steikja lauk)

1 msk. vatn til að þynna.

1 msk. sæt tómatsósa (elska Dr. Wills) en má sleppa.

Tófúhræran. Mynd/Sigtryggur Ari

Aðferð

  1. Tófú mulið ofan í maríneringu.
  2. Blandað og geymt meðan grænmeti er steikt.
  3. Ég nota yfirleitt kúrbít, papriku, spínat/grænkál, tómata, sveppi eða hvað sem ég á inni í ísskáp, sem ég hefði áður notað í ommelettu.
  4. Þegar grænmetið er mjúkt set ég tófúið á pönnuna, strái næringargeri yfir, set lok á og hita þetta í 5-10 mín. á meðalhita. Hræri við og við.
  5. Ber fram með brauði, avókadó og Sriracha-sósu. ALLIR sem hafa smakkað elska þetta. Svo er gaman að prófa sig áfram með kryddin, „go nuts“!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa