fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Matur

Stórfurðulegar matarjátningar Íslendinga – „Þetta var prófað óvart, þá var ekki aftur snúið“ 

DV Matur
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn áhugaverðasti og skemmtilegasti íslenski hópurinn á Facebook í dag er tvímælalaust hópur matgæðinga sem nefnist Matartips! Þar má oft finna stórskemmtilegar umræður sem jafnvel eru fræðandi og hjálpa til við eilífðarspurninguna: Hvað á að hafa í matinn.

Í gærkvöldi spurði einn matgæðingur hvort aðrir í hópnum hefðu undarlegar matarhefðir sem væru kannski ekki viðurkenndar af þorra manna. Síðan deildi hann sínum furðulegu matarhefðum:

„Mitt er t.d.

 • Frosið baguette beint úr frystinum og skafað með tönnunum
 • Haframjöl með mjólk og bökunarkakó, borðað með skeið.
 • Ostsneiðar á disk í örbylgjuofn með slatta af Aromat, inní örbylgjuofn, borðað með gaffli/skeið.
 • Ósoðið spagettí og pasta borðað eins og snakk
 • Núðlur borðaðar ósoðnar
 • Brauðsnauð án skorpu, rúlluð upp i þéttan bolta og borðað í einum bita án áleggs.
 • Kúfull skeið af sírópi eða hunangi. „

Viðbrögðin létu ekki standa á sér og þegar þetta er skrifað hafa á þriðja hundrað athugasemdir borist undir þráðinn.

Cheerios með smjöri og osti og annað góðmeti

Fókus tók saman helstu óhefðbundnur matarhefðirnar sem mætgæðingarnir deildu.

 • „Ég er örugglega ekki ein um að hafa gert þetta… Bingókúlur í örbylgjuofni og borðað með skeið.“
 • „Bökunarkakó og sykur hrist saman og borðað með skeið.“
 • „Bakaðar baunir með osti í örbylgjuofn. Popp með osti – hvernig osti sem er nánast. Kornflex með nesquick og mjólk. Kókópuffs með rjóma. Eintómir kraftteningar (kjötkraftur, kjúklingakraftur etc.) Svo má nota Aromat á nær allt“
 • „Í desember þá nær maður sér í piparkökudall og rækjusalatsdós. Þetta var prófað óvart, þá var ekki aftur snúið“
 • „Haframjöl með mjólk og kakó. Ég er sextug og borðaði þetta oft sem barn. Geggjað gott.“
 • „Ýsa og Betty crocker kremið (hvíta)“
 • „Ristað brauð með hangikjöti og banana“
 • „Cheerios með smjöri og osti í örbylgjuofni“
 • „Amma segist ekki fá neitt af Costco poppinu sem hún keypti því afi sé alltaf að fá sér popp og mjólk saman á disk“
 • „Mjólkurkex með tómatsósu“
 • „Súkkulaðisnúður (glassúr) með osti“
 • „Hlaupbangsar og nóa rjómakúlur bræddar í örbylgju og borðað með skeið“
 • „Stappaðir bananar með steiktum fisk“
 • „Elska Cheerios með sultu og smá dass af sinnepi“
 • „Bónus súkkulaðikex (þetta þunna með dökka súkkulaðinu) með rækjusalati er æði. Og rúgbrauð með karrýsíld og banana“
 • „Ristað brauð með smjöri og kanilsykri“
 • „Ristað brauð með smjöri og púðursykri“
 • „Kleinur með osti í örbylgjuofn“
 • „Brauð með remúlaði, gulum baunum og ost inní örbylgjuna“
 • „Franskbrauð með kokteilsósu – ekki hitað“
 • „Gúrka í sykur. Gúrka vafin í ost. Brauðkúla. Kakó í Cheerios. Ritz-kex með tómatósu og ofn í örbylgjuofn“
 • „Brauð smurt með smjöri, skinka og aromat. Hitað í örbylgjuofni…Ristað Brauð með majónes, eplasneiðum og aromati. Bræddur Ostur a disk með aromati.Pylsur skornar í bita, ostur yfir og svo hitað í örbylgjuofni, best með tómatsósu og sinnepi on the side. Núðlur með pítusósu og kjöt og grill kryddi. Pylsubrauð með salati og grænmetissósu“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
22.05.2021

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
20.04.2021

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir