fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Bilaðar bananamúffur með döðlum og súkkulaði

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 18:30

Múffurnar gómsætu Mynd/Alberteldar.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur sérhæft sig í gómsætu glútenlausu góðgæti. Það nýjasta úr ofninum hennar eru bananamúffur með döðlum og súkkulaði. Hún deilir með okkur uppskriftinni sinni á Alberteldar.com.

Bananamúffur með döðlum og súkkulaði

3 þroskaðir bananar
1 b möndlumjólk
1/2 b hlynsíróp
1/4 b brætt smjör
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1 b hafrar
1 1/2 b haframjöl sem sett er í matvinnsluvél svo úr verður fínt mjöl
15 döðlur eða 1/4 b súkkulaðidropar eða bæði.

Setjið stappaða banana og möndlumjólk í hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið síðan hlynsírópi, bráðnu smjöri (látið það kólna aðeins áður en það er sett út í), kanil, vanillu, matarsóda og lyftiduft út í og hræðið saman. Svo er höfrum og haframjölinu bætt við. Hræra vel saman.
Klippið eða skerið döðlurnar í litla bita og bætið þeim út í. Ef þið viljið súkkulaði þá er því líka bætt út í.
Setjið í múffuform, bakið við 175˚C í 25 mín.

Bjarney varar matgæðinga þó við að leyfa múffunum að kólna aðeins áður en ráðist er á þær því annars verður helmingurinn af þeim eftir í múffuforminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa