fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 08:30

Ásdís Rán. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir mataræðið skipta öllu máli og setur allan unninn mat á bannlista, en leyfir sér þó um helgar. Hún er mikill sælkeri og elskar góð vín og framandi hreinan mat.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir á langan feril að baki sem fyrirsæta, fyrirtækjaeigandi og frumkvöðull, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er einnig þyrluflugmaður og einkaþjálfari.

Ásdís flutti aftur til Búlgaríu í febrúar 2020 en þar hefur flestallt verið meira og minna lokað undanfarið ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig að þegar kemur að því að lýsa hefðbundnum degi þá er hann litaður af samkomubanni og takmörkunum.

„Ef ræktin er opin þá æfi ég fimm til sex sinnum í viku. Svo er ég með alls konar verkefni, einkaþjálfun, þjálfunarprógrömm, lífsstílsþjálfun, ráðgjöf og fleira. Fólk á lítinn pening núna hér úti þar sem flestir eru atvinnulausir og lítið sem ekkert að gera í heimi viðskipta, því miður. En þetta hlýtur að lagast fljótlega,“ segir hún.

„Svo tekur móðurstarfið og heimilisstörf auðvitað sinn tíma líka. Ég er að bíða bara eftir betri tímum og vonandi fæ ég að ferðast meira til Íslands á næstunni.“

Á eilífðarmatarkúr

Aðspurð hvort hún fylgi einhverju ákveðnu mataræði segir Ásdís: „Já ég er á eilífðar „diet.“ En ég er svakalegur sælkeri og elska framandi hreinan mat og góð vín.“

Ásdís segir að henni þyki mataræði skipta öllu máli og henni hefur alltaf þótt það. „Ég hef verið viðloðandi líkamsræktarbransann frá unga aldri og hef alltaf haldið heilsusamlegum lífsstíl en sukka svo í bannaðan mat í hófi inn á milli,“ segir hún.

„Mér finnst oftast gott að fylgja frjálsu mataræði á laugardögum og sunnudögum. Stundum ætla ég að taka einn dag en enda í tveimur, en það er allt í lagi líka! Hreinn matur og grænmeti er svo áríðandi fyrir líkama og sál. Allur unninn matur og saltað kjöt eða fiskur er á bannlista.“

Ásdís Rán. Mynd: Hanna

Flakkar á milli ketó og LKL

Undanfarið hefur Ásdís verið að leyfa sér að panta meira af mat heldur en að elda, þar sem það eru bara hún og dóttir hennar í Búlgaríu. „Dóttir mín hefur mest verið á ketó og ég flakka á milli ketó og lágkolvetnamataræðis. Það fer eftir því hvort ræktin sé opin eða ekki. Ég fylgi LKL ef hún er opin,“ segir hún.

„Mér finnst mjög gaman að vera í eldhúsinu og er mjög fínn kokkur, en ég elda samt mest heilsusamlegan mat sem er kannski ekki það sem allir vilja. Hreint kjöt, fisk og grænmeti og nota helst engan sykur, hveiti eða óþarfa óhollustu sem fer illa með líkamann. Dóttir mín sér um að baka einhverja óhollustu um helgar, ég hef aldrei verið neitt fyrir bakstur og er ekki mjög fær í því. En þegar allir krakkarnir eru heima og eiginmaður, þá er ég töluvert virkari í eldamennskunni og elska að grilla. Svo er elsti sonur minn rosa áhugasamur í eldhúsinu og við reynum að útbúa eitthvað extra skemmtilegt og framandi þegar við hittumst.“

Matseðill Ásdísar Ránar

Morgunmatur:

Ketó kaffi, prótein sjeik eða hafragrautur með fræjum og kannski súkkulaði próteini.

Hádegismatur:

Hreint kjöt eða fiskur með smá grænmeti eða einhvers konar salat.

Millimál:

Tvö egg eða prótein sjeik ef ég fæ mér eitthvað.

Kvöldmatur:

Hreint kjöt eða fiskur með grænmeti, smá sósu eða hrísgrjónum eða sætum kartöflum.

Kvöldsnarl:

Græn epli með hnetusmjöri, grísk jógúrt með kolvetnalausu sírópi og bláberjum, dökkt súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa