fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. september 2020 13:00

Kristín Soffía Jónsdóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er oft á þönum milli staða vegna vinnu sinnar. Hún stefnir á að verða aftur góður kokkur, en þessa dagana litast mataræðið af aldri barna hennar. Hvað ætli hún borði helst á venjulegum degi?

Dagur Kristínar Soffíu byrjar á kaffibolla í rúminu. „Maðurinn minn er aðeins hressari en ég á morgnana og hjálpar mér af stað með því að færa mér kaffi í rúmið flesta daga,“ segir hún.

„Svo er nokkuð mismunandi í hvaða rúmi ég vakna, verandi með tvö smábörn erum við aðeins í næturbrölti og skokkum á milli rúma að sinna börnum. Börnin fara til dagmömmu og á leikskóla um hálfníu og þá fer ég annað hvort niður í ráðhús, Höfðatorg, Hafnarhús, eða byrja daginn á skrifstofunni heima. Vinnan mín er nokkuð dreifð svo ég er oft á þönum á hjóli eða hlaupahjóli milli staða. Einstaka sinnum skýst ég í World Class og finnst þá best að fara í Hot Fit eða Yoga. Seinnipartinn eru börnin sótt og þá er ekki óalgengt að við förum öll saman í göngutúr eða hjólatúr út í Krónu að kaupa í matinn. Reynum allavega að viðra okkur aðeins í lok dags, sama í hvaða formi það er. Svo tekur við hasar að koma öllum inn og elda matinn án þess að neinn slasi sig og svo borðum við venjulega á slaginu sex. Jafnvel reynum við Gestur að ná einum litlum bjór og smá spjalli yfir pottunum.“

Mataræði

Kristín Soffía fylgir engu ákveðnu mataræði, en er að reyna að koma sér aftur inn í 16:8 föstu. Það þýðir að hún fastar í sextán tíma sólarhrings og borðar hina átta tímana.

„Ég var fastandi áður en ég varð ólétt af Steinari og það fór mjög vel í mig,“ segir hún og bætir við: „Allt sem ég geri þessa daga litast af því hvað börnin eru lítil, svo mataræðið er kannski helst til einfalt og laust við chili.“

Eldhúsið er griðastaður fyrir Kristínu Soffíu og segist hún myndu lýsa sér sem góðum kokki. „Ég var allavega góður kokkur einu sinni og stefni á að verða það aftur þótt ég sé aðeins of mikið í pulsupastanu núna,“ segir hún.

Uppáhaldsmáltíð

„Mjög erfið spurning. Akkúrat núna myndi ég segja að föstudagspítsan sé í uppáhaldi. Finnst algjör draumur að fara í Sælkeraborðið í Hagkaup og kaupa fullt af ostum og skinkum, setja upp antipasti bakka í eldhúsinu og henda síðan í pizzur með góðu fólki sem við skolum niður bara við eyjuna með ítölsku rauðvíni,“ segir Kristín Soffí

Matseðill Kristínar Soffíu

Morgunmatur:

Ég er nýbyrjuð að fasta aftur eftir að hafa tekið pásu frá því á meðgöngu og í brjóstagjöf. Ég fasta venjulega frá 19-11 svo morgunmaturinn er bara kaffi.

Hádegismatur

Ég er mjög mikið á þeytingi vinnu minnar vegna og fæstir dagar eins. Ég borða oft í mötuneytinu í Ráðhúsinu eða leyfi mér að skella mér á fisk dagsins á einum af fjölmörgum veitingastöðum niðri í bæ og hita svo afganga heima.

Millimál

Ef ég er orðin orkulaus seinni partinn fæ ég mér stundum suðusúkkulaði með hnetusmjöri, finnst það guðdómleg orkubomba.

Kvöldmatur

Við erum að byrja aftur með Eldum Rétt eftir sumarfrí og fáum þrjár máltíðir þaðan. Hina dagana er oft fiskur, grillaður kjúklingur, pítsur, pasta, tortillur eða bara hvað sem uppfyllir öll þau skilyrði að vera fljótlegt, nokkuð hollt og henta fyrir smábörn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa