fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Matur

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 11:30

T.v.: María Krista Mynd/DV Anton Brink. T.h.: Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún uppskrift að gómsætum súkkulaðisprengju-bollakökum, sem eru að sjálfsögðu ketó.

Sjá einnig: Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Aðsend mynd.

Súkkulaðisprengju-bollakökur

4 egg
100 g sæta sykurlaus t.d. Good good, eða Sukrin Gold
1 dl rjómi
1 dl sýrður rjómi 36%
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
50 g kókoshveiti Funksjonell
20 g kakó, Nói-Siríus
1/2 tsk. salt
30 ml heitt kaffi uppáhellt eða soðið vatn
1 tsk. vanilludropar

Aðferð

  1. Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, sýrðan rjóma, og vanilludropana.
  2. Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma.
  3. Deilið nú í 12 múffuform.
  4. Ágætt að pensla aðeins formin að innan með kókosolíu því kókoshveitið á það til að festast í bréfinu.
  5. Bakið í 20 mínútur á 170°C hita.

Krem

80 g fínmöluð sæta t.d. Sukrin Melis
125 g rjómaostur
250 ml rjómi
1 tsk. skyndikaffiduft má sleppa
1 msk. kakó

Aðferð

  1. Þeytið saman sætu, kakó, kaffiduft og rjómaostinn.
  2. Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunum á skálinni.
  3. Hrærið varlega fyrst svo rjóminn blandist því sem komið er í skálina.
  4. Setjið síðan allt á fullt og þeytið þar til toppar myndast í kreminu.
  5. Sprautið kreminu ofan á kökurnar með fallegum stút og skreytið með sykurlausum súkkulaðispæni.

Þú getur fundið fleiri ketó og lágkolvetna uppskriftir á Instagram-síðu Maríu Kristu, @kristaketo, eða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum
Matur
Fyrir 4 vikum

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
12.12.2020

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
06.12.2020

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum
Matur
28.11.2020

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Þessir kókostoppar klikka aldrei