fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Matur

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 11:30

T.v.: María Krista Mynd/DV Anton Brink. T.h.: Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún uppskrift að gómsætum súkkulaðisprengju-bollakökum, sem eru að sjálfsögðu ketó.

Sjá einnig: Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Aðsend mynd.

Súkkulaðisprengju-bollakökur

4 egg
100 g sæta sykurlaus t.d. Good good, eða Sukrin Gold
1 dl rjómi
1 dl sýrður rjómi 36%
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
50 g kókoshveiti Funksjonell
20 g kakó, Nói-Siríus
1/2 tsk. salt
30 ml heitt kaffi uppáhellt eða soðið vatn
1 tsk. vanilludropar

Aðferð

  1. Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, sýrðan rjóma, og vanilludropana.
  2. Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma.
  3. Deilið nú í 12 múffuform.
  4. Ágætt að pensla aðeins formin að innan með kókosolíu því kókoshveitið á það til að festast í bréfinu.
  5. Bakið í 20 mínútur á 170°C hita.

Krem

80 g fínmöluð sæta t.d. Sukrin Melis
125 g rjómaostur
250 ml rjómi
1 tsk. skyndikaffiduft má sleppa
1 msk. kakó

Aðferð

  1. Þeytið saman sætu, kakó, kaffiduft og rjómaostinn.
  2. Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunum á skálinni.
  3. Hrærið varlega fyrst svo rjóminn blandist því sem komið er í skálina.
  4. Setjið síðan allt á fullt og þeytið þar til toppar myndast í kreminu.
  5. Sprautið kreminu ofan á kökurnar með fallegum stút og skreytið með sykurlausum súkkulaðispæni.

Þú getur fundið fleiri ketó og lágkolvetna uppskriftir á Instagram-síðu Maríu Kristu, @kristaketo, eða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi
Matur
26.08.2020

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
16.08.2020

Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt

Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
09.08.2020

Djúsí djöflaterta með kaffikremi og granateplum

Djúsí djöflaterta með kaffikremi og granateplum
Matur
08.08.2020

Jóhannes Gleðipinni elskar ítalska heimilisréttinn Saltimbocca – Eins og bjúgu og uppstúfur á Íslandi

Jóhannes Gleðipinni elskar ítalska heimilisréttinn Saltimbocca – Eins og bjúgu og uppstúfur á Íslandi