fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Matur

Sveinn Kjartansson býður upp á svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 3. ágúst 2020 11:00

Sveinn Kjartansson hefur áratuga reynslu sem fagmaður í eldhúsinu. MYNDIR/VALLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Kjartansson er einn þekktasti matreiðslumaður landsins. Hann hefur vakið athygli fyrir sjónvarpsþætti sína, Fagur fiskur í sjó, og rak til að mynda AALTO Bistro í Norræna húsinu í tæp fimm ár áður en hann söðlaði um í fyrra og starfar nú sem forstöðumaður matar- og veitingasviðs Seðlabanka Íslands.

„Ég reyni að halda mig í hollari kantinum eins og flestir. Að því sögðu þá finnst mér að þegar maður svindlar – ekki ef heldur þegar – þá eigi að gera það með góðri samvisku,“ segir Sveinn. Hann er mikill nammigrís og heldur sérstaklega upp á dökkt súkkulaði með myntufyllingu þegar hann vill gera vel við sig.

Ostabakan í útrás

Sveinn hefur verið í matreiðslugeiranum í 35 ár og þykir sérlega vænt um minningar frá því hann var nýbúinn að læra og vann á veitingastöðum um öll Bandaríkin. „Ég bara mætti í eldhúsið og þurfti strax að sanna mig. Þá bjó ég alltaf til ostaböku sem ég hafði gert á Listasafni Íslands í gamla daga og heppnaðist alltaf vel. Ég var ekki með ferilskrá þannig að ostabakan var eiginlega mín ferilskrá,“ segir Sveinn. Á sumrin finnst honum best að borða létta rétti, gjarnan fisk og salat, en hann er líka hrifinn af því að búa til grænmetisrétti.

 

Matseðill Sveins

Morgunmatur

Ég vakna um klukkan sex og byrja á að fá mér snafs af Lýsi. Hef gert það í 20 ár. Fæ mér síðan góðan kaffibolla, jafnvel tvo. Í vinnunni er boðið upp á morgunmat og þar borða ég oft hafragraut um klukkan tíu.

Hádegisverður

Ég fæ mér léttan hádegisverð um klukkan tvö. Ég borða það sem er í matinn í vinnunni. Yfirleitt fæ ég mér salat og fisk, kjöt eða grænmetisrétt. Ef ég var orðinn orkulítill fyrr fæ ég mér oft ávöxt.

Millimál

Fer eftir hvað ég tek mér fyrir hendur. Ef ég fer í sund eftir vinnu fæ ég mér oft hafraklatta eftir sund. Stundum fæ ég mér eitthvað sætt þó ég viti að ég hafi ekki gott af því.

Kvöldmatur

Ég elda yfirleitt heima á hverju kvöldi, oftast bara eitthvað einfalt. Fiskur og grænmeti verða gjarnan fyrir valinu.

 

Svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati

Virkilega gómsætt og listilega fram borið af Sveini. Myndir/Valli

Pasta

250 g linguine pasta

Salt

Ólífuolía

100 g valhnetur

200 g birkireyktur silungur

Þroskuð pera

2 vorlaukar

2 msk. valhnetuolía

Svartur pipar

5 stönglar sítrónutimjan

Svart linguine Mynd/Valli
Rétturinn tilbúinn. Mynd/Valli

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, kælið, sigtið og setjið í skál.

Ristið valhneturnar á pönnu og kælið.

Skerið reyktan silunginn í þunnar sneiðar og setjið í skál með pastanu.

Hreinsið peruna og skerið í sneiðar. Blandið saman við pastað.

Skerið vorlaukinn og blandið út í pastað ásamt valhnetunum.

Setjið valhnetuolíuna og pipar á pastað og blandið varlega saman.

Setjið sítrónutimjan yfir, í heilum stönglum eða tínið laufin af stönglunum og dreifið yfir.

 

Salat

Skjaldfléttusalatið fagra.
Mynd/Valli

Handfylli af skjaldfléttulaufi

4 skjaldfléttublóm

2 tsk. valhnetuolía

 

Setjið allt saman í skál og dreifið valhnetuolíu yfir.

 

Umfjöllunin birtist í fyrst í helgarblaði DV 24. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu
Matur
Fyrir 3 vikum

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Fyrir 4 vikum

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir
Matur
Fyrir 4 vikum

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu
Matur
20.08.2020

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum
Matur
17.08.2020

Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauks

Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauks
Matur
11.08.2020

Hugguleg ketó kjúklingabaka að hætti Höllu

Hugguleg ketó kjúklingabaka að hætti Höllu
Matur
09.08.2020

Lítið skref fyrir Jóa, en stórt skref fyrir mig – Óttaðist að missa kökuna fyrir framan hlæjandi manna mergð

Lítið skref fyrir Jóa, en stórt skref fyrir mig – Óttaðist að missa kökuna fyrir framan hlæjandi manna mergð