Áhugakokkurinn Ruby Day heldur úti vinsælli YouTube-síðu með yfir 480 þúsund fylgjendur. Myndbandasería hennar, Cooking Naked, hefur vakið mikla athygli. Eins og nafnið gefur til kynna þá eldar hún nakin, eða nánast. Eina sem hylur hana er svunta.
Ruby er frá Texas í Bandaríkjunum. Hún eldar og bakar í myndböndunum sem eru að meðaltali um tvær mínútur að lengd.
Vinsælasta myndband hennar hefur fengið yfir 17 milljón áhorf. Í því eldar hún kjúklinga og brokkolí pasta með bechamel-sósu.
En áhorfendur virðast ekki aðeins horfa á fyrir uppskriftirnar. „Ég horfði á allt myndbandið, og ég elda ekki einu sinni,“ skrifaði aðdáandi við eitt myndband hennar.
„Þetta er frábær leið til að hvetja fólk til að elda,“ segir Ruby í samtali við Daily Star og segir að tilgangur myndbandanna sé að fá fólk til að hlæja og kenna þeim að elda.
„Ég elska að búa til þessi myndbönd,“ segir hún.
Ruby mokar inn seðlum og þá sérstaklega frá áskrifendum sínum á Patreon. Þar geta aðdáendur greitt fyrir auka og örlítið djarfara efni frá henni.