fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Matur

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 10:19

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugakokkurinn Ruby Day heldur úti vinsælli YouTube-síðu með yfir 480 þúsund fylgjendur. Myndbandasería hennar, Cooking Naked, hefur vakið mikla athygli. Eins og nafnið gefur til kynna þá eldar hún nakin, eða nánast. Eina sem hylur hana er svunta.

Ruby er frá Texas í Bandaríkjunum. Hún eldar og bakar í myndböndunum sem eru að meðaltali um tvær mínútur að lengd.

Vinsælasta myndband hennar hefur fengið yfir 17 milljón áhorf. Í því eldar hún kjúklinga og brokkolí pasta með bechamel-sósu.

En áhorfendur virðast ekki aðeins horfa á fyrir uppskriftirnar. „Ég horfði á allt myndbandið, og ég elda ekki einu sinni,“ skrifaði aðdáandi við eitt myndband hennar.

„Þetta er frábær leið til að hvetja fólk til að elda,“ segir Ruby í samtali við Daily Star og segir að tilgangur myndbandanna sé að fá fólk til að hlæja og kenna þeim að elda.

„Ég elska að búa til þessi myndbönd,“ segir hún.

Ruby mokar inn seðlum og þá sérstaklega frá áskrifendum sínum á Patreon. Þar geta aðdáendur greitt fyrir auka og örlítið djarfara efni frá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi