fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Matur

Pítsupartý taka yfir brúðkaupsveislur – hvítur kjóll og „slæs“

Unnur Regína
Föstudaginn 3. júlí 2020 18:00

Mynd : Flatbakan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Þegar maður hugsar um brúðkaupsveislur og veitingar leitar hugurinn ósjálfrátt í hefðbundinn veislumat. Kjöt, kartöflur, grænmeti og lekker rjómasósa er algengur matur í brúðkaupsveislum en tíðarandinn er aldeilis að breytast.

Íslenska Flatbakan finnur vel fyrir því en Bökubíllinn þeirra er vinsæll í Brúðkaupsveisluna. Í Bökubílnum er eldofn sem bakar gæða pítsur ofan í veislugesti. Fyrirkomulagið er oftast þannig að fólk pantar hlaðborð. Þá mæta starfsmenn Flatbökunnar með Bökubíllinn og baka pítsur sem færðar eru inn á veisluborðið. Eigandi Flatbökunnar, oftast kallaður Valli Flatbaka segir hálfgert pítsaæði vera að eiga sér stað.

„Þetta er ótrúlega vinsælt, við erum bókaðir í brúðkaup langt fram í tímann. Það sem hefur líka verið svo gaman við þetta er að eldri kynslóðin sem oft eru gestir í veislunum eru svo rosalega ánægð með þetta og finnst þetta skemmtileg nýjung. Matnum er hrósað í hástert og flestir þeir sem bóka bílinn í sína veislu hafa einmitt verið gestir í öðrum brúðkaupum þar sem Flatbakan hefur séð um matinn og hrifist af þessu.“

Aðspurður hvort brúður í hvítum kjól sé alveg til í að henda í sig pítsasneið þá svaraði Valli  „Já, brúðurin fær að sjálfsögðu alltaf fyrstu sneiðina en svo er þetta líka bara mjög hefbundið borðhald og leggjum við mikinn metnað í að hafa veislu hlaðborðið glæsilegt. Pítsa er líka matur sem flestum ef ekki  öllum þykir góður.“  

Flatbakan getur sinnt þörfum allra en þeir bjóða einnig upp á vegan og glútenlausar bökur. „Já við einmitt vorum með vegan brúðkaup fyrir stuttu, þar sem brúðhjónin vildu hafa veganbökur og lukkaðist það virkilega vel. Við leggjum áherslu á að geta sinnt þörfum allra sem til okkar leita með sínar veislur,“ segir Valli.

Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut var með Bökubílinn í brúðkaupi sínu árið 2017 og sló það rækilega í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
26.06.2020

Fullkomið pasta í kosningapartýið

Fullkomið pasta í kosningapartýið
Matur
26.06.2020

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
13.06.2020

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber
Matur
05.06.2020

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið