fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Matur

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. júní 2020 16:30

Ágúst Freyr og Elísabet Metta, eigendur Maika'i Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og kærasti hennar Ágúst Freyr Hallsson eru eigendur Maika‘i Reykjavík. Þar selja þau açaí skálar sem hafa slegið rækilega í gegn meðal landsmanna.

Açaí-æði hefur gengið yfir víða um heim og urðu skálarnar fyrst mjög vinsælar upp úr árinu 2017 og eru myndir af slíkum skálum einstaklega vinsælar á samfélagsmiðlum. Trendið virðist þó skila sér aðeins seinna á klakann. Það er greinilegt að Íslendingar hafa mikinn áhuga á açaí þar sem Elísabet Metta og Ágúst Freyr eru að fara að opna Maika‘i á Hafnartorgi í miðbæ Reykjarvíkur.

Fyrst þegar þau stofnuðu Maika’i Reykjavík afgreiddu þau aðeins stærri pantanir til fyrirtækja. Nokkru síðar fóru fóru þau að selja skálarnar hjá Sætum Snúðum í Mathöll Höfða. Hægt og rólega jukust vinsældir skálanna og nú tekur það þau tvær vikur að selja sama magn og tók þau ár að selja í byrjun.

Alvöru açaí

En hvað er açaí? Elísabet Metta segir að Maika‘i Reykjavík er eini staðurinn á Íslandi sem býður upp á alvöru açaí. Grunnurinn er úr alvöru açaí berjum sem þau flytja inn frá Brasilíu, en hún segir aðra staði nota açaí-duft í sínar skálar.

„Við flytjum grunninn sem við notum frá Brasilíu. Við Amazon-fljótið þar er eini staðurinn þar sem þessi ber eru til. Grunnurinn okkar er úr sjálfum açaí berunum. Hann er bara úr frosnum berjum, vatni og smá lífrænu sírópi til að fá smá sætu. Açaí ber líta alveg eins út og bláber. Þau eru alls ekki eins góð og bláber, þau eru eiginlega eins og mold á bragðið. Þannig það þarf að fá smá svona sætu svo þetta verði gott,“ segir Elísabet Metta. Skálarnar eru síðan toppaðar með jarðarberjum, bláberjum, banana og granóla. Svo er hægt að bæta við alls konar góðgæti eins og hnetusmjöri, hampfræjum og kókosflögum.

Ísland aðeins eftir á

Elísabet Metta fékk hugmyndina að Maika’i Reykjavík þegar hún fór til Bali fyrir þremur árum. „Ég var þar í fimm vikur og lifði á svona açaí skálum,“ segir hún. Þar smakkaði hún bestu açaí skál sem hún hafði fengið og komst á snoðir um hver væri að selja grunninn. Síðan ákvað hún og Ágúst Freyr að láta til skarar skríða og kynna Íslendinga fyrir alvöru açaí.

„Ég hef heyrt það frá fólki, eins og flugfreyjum sem eru vanar að fá sér açaí erlendis, til dæmis í San Fransciso þar sem þetta er vinsælt, að okkar skálar séu með þeim bestu. Líka það sem við höfum upp að bjóða með þeim.“

View this post on Instagram

💜🌱

A post shared by Maika’i Reykjavík (@maikaireykjavik) on

Elísabet Metta segir að þau hafi tekið ákveðna áhættu að opna Maika‘i Reykjavík í Mathöll Höfða í september síðastliðnum. Sem betur fer urðu viðtökurnar góðar en með hlýnandi veðri eykst salan.

Þau ætla að opna Maika’i Reykjavík á Hafnartorgi um miðjan júní og búa sig nú undir gómsætt sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“