fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Matur

Græddi fjórar milljón krónur fyrir að neita henni um afgreiðslu

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 11:30

Myndin sem Amber Lynn deildi af Lenin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. júní síðastliðinn birti Amber Lynn Gilles frá San Diego í Kaliforníu mynd af kaffibarþjóninum Lenin Gutierrez á Facebook. Ástæða myndbirtingarinnar var sú að Gutierrez neitaði að afgreiða Gilles þar sem hún var ekki með andlitsgrímu. Reglurnar í Californíu eru þannig að ekki er krafist þess að fólk gangi með grímur og var ákvörðun Gutierrez því þvert á stefnu stjórnvalda. Þó er ljóst að Covid-19 faraldur gengur yfir eins og annarsstaðar og tala því margir fyrir almennri notkun gríma að minnsta kosti á meðan mikið er um smit.

Var Gilles ósátt við að henni væri neitað um afgreiðslu og vildi því hefna sín með því að birta mynd af kaffibarþjóninum og smána hann á Facebooksíðunni sinni.

Amber Lynn Gilles titlar sig sem móðir, ljósmyndari, jógakennari, aktivisti og listamaður. Einkunnarorð hennar eru „Réttindum mínum lýkur ekki þar sem þínar tilfinningar byrja“ en þessi einkunnarorð lýsa hugsunarætti flestra þeirra sem uppnefndir eru „Karen“ í daglegu tali, en um er að ræða forréttindablinda hvíta manneskju, oft konur, sem notar forréttindi sín óhikað til þess að klekkja á þeim sem fara örlítið í taugarnar á þeim.

Tilraun Amber Lynn Gilles til þess að fá meðaumkun á samfélagsmiðlum hafði þveröfug áhrif og í staðinn fyrir að vera sammála henni um það „óréttlæti“ sem hún hafði talið sig verða fyrir á kaffihúsinu, þá tóku tugir þúsunda manns sig til og studdu Lenin Gutierrez í athugasemdum.

Matt Cowan var einn af þeim sem vörðu Gutierrez og ákvörðun hans í athugasemdakerfinu, og stofnaði hann GoFundMe reikning í nafni Gutierrez til þess að þakka honum fyrir að neita konunni um afgreiðslu. Á fáeinum dögum hefur fjöldi manns lagt aur inn á reikninginn sem telur nú um 27.000 bandaríkjadollara, eða tæplega fjórar milljónir íslenskra króna.

Í kjölfarið birti Lenin myndband á Facebook þar sem hann útskýrir hvernig atvikið fór fram og hvað varð til þess að Amber Lee gerði tilraun til þess að smána hann á samfélagsmiðlum.

Síðan þá hefur fjöldi fólks stutt Gutierrez í athugasemdum.

Ein segir: „Af hverju ferðu ekki bara í Aktu Taktu og kaupir kaffi í lúgunni?“

Einn segir: „Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég versla ekki við Starbucks. Mér hefur verið neitað um afgreiðslu á fimm mismunandi stöðum fyrir að neita að klæðast buxum. Ég velti fyrir mér hvar þetta fólk heldur að við búum. Norður Kóreu?… Þessi heimsku einkafyrirtæki neita mér um frelsi mitt til þess að vitna í „viðmiðunarreglur verslunarinnar“.“

Önnur skrifar: „Gaman að sjá að þú hefur gefið þér tíma til að niðurlægja sjálfa þig á internetinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Fylgdi mataræði Adele í viku – Missti nokkur kíló en leið alveg hræðilega

Fylgdi mataræði Adele í viku – Missti nokkur kíló en leið alveg hræðilega
Matur
Fyrir 4 vikum

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum

Nakti kokkurinn sem mokar inn seðlum
Matur
26.07.2020

„Ákveðin hugleiðsla að elda“ – Sjáðu matseðil Elísu Viðars

„Ákveðin hugleiðsla að elda“ – Sjáðu matseðil Elísu Viðars
Matur
25.07.2020

Una í eldhúsinu býður til ítalskrar veislu

Una í eldhúsinu býður til ítalskrar veislu