fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Matur

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín deilir með okkur uppáhalds uppskriftinni sinni þessa stundina. New York ostakaka af vef BBC varð fyrir valinu og má sjá uppskriftina hér að neðan.

Sjá einnig: Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

New York ostakaka

Botninn

85 g smjör, smá auka til að smyrja formið
140 g haframjöl
1 msk. sykur
Hitaðu ofninn, með ofnplötunni, í 180 gráður.

 1. Settu bökunarpappír í form.
 2. Bræddu smjörið á pönnu.
 3. Hrærðu haframjölinu og sykrinum við.
 4. Helltu blöndunni í formið og þrýstu henni niður.
 5. Bakaðu svo í tíu mínútur. Kældu.

Fyllingin

900 g rjómaostur
250 g hrásykur
3 msk. hveiti
1 ½ tsk. vanilludropar
Smátt rifinn sítrónubörkur, um 2 tsk., bara ysta lagið
1 ½ tsk. sítrónusafi
3 stór egg, plús ein eggjarauða
1 ½ dós sýrður rjómi

 1. Hækkaðu hitann á ofninum í 220 gráður.
 2. Þeyttu rjómaostinn á miðlungshraða með hrærara, þar til hann er silkimjúkur, í um tvær mínútur.
 3. Stilltu hrærivélina á lágan hraða, bættu svo hrásykrinum, hveitinu og smá salti saman við.
 4. Skafðu reglulega niður með hliðum skálarinnar.
 5. Skiptu út hræraranum fyrir þeytara.
 6. Bættu við vanilludropum, sítrónuberki, sítrónusafa og eggjum.
 7. Hrærðu 1 ½ dós af sýrðum rjóma. Skildu rest eftir í kremið. Gættu þess að hræra ekki of mikið. Blandan ætti að vera létt og mjúk í sér.
 8. Smyrðu kökuformið með bræddu smjöri og klæddu með bökunarpappír.
 9. Helltu fyllingunni í, taktu kögglanaúr með hníf.
 10. Bakaðu í tíu mínútur.
 11. Lækkaðu hitann í 110 gráður og bakaðu í 45 mínútur í viðbót. Slökktu á ofninum og opnaðu ofnhurðina ef þú vilt hafa ostakökuna mjúka í miðjunni, eða hafðu hurðina lokaða ef þú vilt hafa hana ögn þurrari. Leyfðu kökunni að kólna í tvo tíma.

Kremið

½ dós sýrður rjómi
1 msk. hrásykur
2 tsk. sítrónusafi

 1. Blandaðu restinni af sýrða rjómanum við 1 msk. af hrásykri og 2 tsk. af sítrónusafa.
 2. Settu það yfir ostakökuna, alveg að brún.
 3. Settu álpappír yfir kökuna og kældu í allavega átta tíma, eða yfir nótt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“