fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Matur

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar mun sjónvarpskokkurinn Eva Laufey ferðast um landið í matarvagni og elda framandi samlokur fyrir landann. Þættir um ferðalag hennar munu verða sýndir á Stöð 2. DV hafði samband við Evu sem að sagði frá fyrirhuguðu ferðalagi.

Ég ætla að ferðast um Ísland með matarvagninn minn, kynnast nýsköpun í matargerð og mun útbúa samlokur á hverjum stað úr því hráefni sem við kynnumst. Við ætlum síðan að búa til matarhátíðir í hverjum bæ þar sem við gefum samlokur úr sérbökuðum brauðum frá Brauð og Co. Við hvetjum aðila á svæðinu sem eru í matvælaframleiðslu til þess að koma og kynna sínar vörur og gefa smakk. Þátturinn snýst um að kynnast matarmenningu í hverjum landshluta, prófa skemmtilega afþreyingu á hverjum stað og búa til litlar matarhátíðir.

Ég er virkilega spennt og hlakka til að leggja í hann núna á föstudaginn. Ég elska landsbyggðina og það er svo mikill í kraftur í fólki á landsbyggðinni og það verður frábært að verja næstu vikum úti á landi og ég vona að sem flestir hitti okkur á hverjum stað fyrir sig en við verðum í Þorlákshöfn með matarhátíð 13. júní klukkan 18:30, í Höfn í Hornafirði 15. júní, á Egilsstöðum 17. júní og í Húsavík þann 19. júní. Þær byrja allar klukkan 18:30 og allir velkomnir!

Eva mun ferðast á bíl með matar-aftanívagni sem hún prufukeyrði í vikunni. Hún segist hafa verið í smá vandræðum með bílinn, en að vonandi muni það bara lagast með æfingunni.

Við fengum bílinn að láni frá vini okkar í Lobster Hut, merktum hann upp á nýtt og erum alsæl með bílinn, nóg pláss og nú þegar við erum búin að prufukeyra bílinn þá er hann alveg geggjaður. það gekk glimrandi vel að keyra hann, allir sáttir og sælir sem betur fer. Ég bauð upp á pulled pork samlokur með pikkluðum rauðlauk, fersku salsachili mæjó, hreinum fetaosti og salati. Ég var aðeins lengi að komast í gang en æfingin skapar meistarann! 

Um matinn segir Eva Laufey að ný samloka verði gerð á hverjum stað. Samlokurnar verða fjölbreyttar og góðar, en hráefnið valið út frá staðnum þar sem að hún verður gerð.

Samlokur, Brauð og Co hönnuðu æðislega gott brauð fyrir okkur og við ætlum að búa til nýja samloku á hverjum stað úr því hráefni sem við kynnumst hverju sinni. Þær verða því breytilegar eftir bæjarfélögum en umfram allt einstaklega djúsí og góðar.

Eva mun þó ekki bara vera í eldamennskunni, heldur mun hún líka prófa allskonar afþreyingu, líkt og kajak siglingar og fjórhjól. Hún segir að fjölskyldan muni ekki ferðast með henni, en muni vonandi geta kíkt við. Þá segir hún að allir séu velkominir að krækja sér í samloku.

„Börnin verða í góðu yfirlæti hjá pabba sínum. Þetta er stuttur tími í senn, þ.e.a.s. 8 – 9 núna í júní og þetta verður enga stund að líða. Þau komast því miður ekki með á alla áfangastaði en planið er að þau komið og kíki við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“