fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Matur

Þetta borðar Jóhannes Haukur á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. maí 2020 12:30

Jóhannes Haukur. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn farsælasti leikari Íslands og hefur leikið á móti ótal stórstjörnum. Hann fer með aðalhlutverk í Sápunni, nýrri leikinni seríu á Stöð 2. En hvað ætli leikarinn borði á venjulegum degi?

„Það hefur nú ekkert venjulegt verið við dagana síðustu mánuði. Verkföll og samkomubann hafa litað dagana þannig að ég hef bara verið heima alla daga að gefa börnunum okkar þremur og vinum þeirra að éta. Ég veit ekki hvað ég er búinn að framreiða margar máltíðir síðustu vikur. Finnst ekkert betra núna en að fara bara einn og kaupa mér tilbúinn mat,“ segir Jóhannes Haukur.

Hann fylgir engu ákveðnu mataræði. „Ég borða bara mat. Allan mat. Reyni að keyra ekki fram úr hófi í sykurneyslu og þessum helvítis kolvetnum. Þessum bragðgóðu, ljúffengu, andskotans einföldu kolvetnum.“

Forðast eldhúsið eins og heitan eldinn

Ef þú spyrð börn Jóhannesar Hauks þá er eldamennska ekki hans sterka hlið. Þrátt fyrir það hefur hann eytt óhóflega miklum tíma í eldhúsinu. „Ég hef verið nánast bara í eldhúsinu í samkomubanninu. Eftir að skólar og leikskólar fóru á fullt þá reyni ég að forðast það. Eins og heitan eldinn. En jú, jú, maður hendir í morgunmat og stöku máltíðir. Ef þú spyrð börnin mín þá er ég ömurlegur kokkur. Það er nánast sama hvað maður reynir að bjóða þessum börnum upp á, það er ekkert nógu gott,“ segir hann.

„Þau halda ekki vatni yfir Sigga kokki sem eldar ofan í þau í skólanum. Þannig að eitthvað þykir þeim gott. Ég þarf bara að halda áfram að reyna. Dropinn holar steininn. Ég sé fyrir mér að þau muni ausa mig lofi og þökkum á sextugseða sjötugsafmælinu mínu. Þá mun ég sitja við háborðið og sýna uppgerðarlítillæti.“

Uppáhaldsmáltíð

„Morgunmaturinn er uppáhaldið. Byrjunin á deginum. Maður gerir allt rétt og ætlar sér að hafa daginn fullkominn. Enginn sykur í dag. Engin kolvetni. Svo bara fer þetta ósjaldan allt til helvítis hægt og rólega. En í morgunmatnum er allt gott og rétt. Bara strangheiðarlegur hafragrautur. Hafrar, vatn og smásalt,“ segir hann og deilir uppskriftinni með lesendum.

Matseðill Jóhannesar Hauks

Morgunmatur:

Hafragrautur. Kaffi.

Millimál nr. 1:

Skyr. Hrökkbrauð. Kannski epli. Meira kaffi. Löngunin í viðbjóð byrjar að láta kræla á sér.

Hádegismatur:

Helst taílenskur búrrító á Serrano. Eða kjúklingaréttur með sætum á Ginger. Dýrka það. Borða alltaf það sama. Rótera þessu tvennu mjög mikið. Reyni að kaffæra sykurfíknina með heilli máltíð.

Millimál nr. 2:

Hér byrjar stundum að halla undan fæti. Núggat-súkkulaðidjöfullinn frá Rapunzel verður oft fyrir valinu. Helvítið á því. Eða súkkulaðihúðaðir bananar. Fell stundum fyrir því líka. En suma daga stenst ég mátið. Suma daga. En aðra ekki. Bara alls ekki.

Kvöldmatur:

Helst vildi ég fá mér búrrító á Serrano eða Ginger-kjúkling í kvöldmat. En maður þarf víst að borða heima hjá sér líka. Mér finnst gott að fá mér silung, eða maríneraðan kjúkling með ofnsteiktu rótargrænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
12.12.2020

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi
Matur
11.12.2020

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana
Matur
05.12.2020

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu
Matur
05.12.2020

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi
Matur
28.11.2020

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta