fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Myndvænasta veitingahús landsins opnar í vikulok

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting er meðal miðbæjarunnenda eftir að Duck & Rose opni við Austurvöll þar sem Café París var áður til húsa. Um er að ræða eitt vinsælasta útisvæði landsins en stefnt er á opna í vikulok. Starfsfólk staðarins hamast nú við að leggja lokahönd á herlegheitin en guðdómlegur mosaveggur var settur upp um helgina. „Mosinn kemur frá Noregi og rósirnar frá Frakklandi. Þetta er upprunalega lifandi en hefur verið meðhöndlað til þess að „lifa“ svona,“ segir Ari Thorlacius, framkvæmdastjóri Duck & Rose.

Ari Thorlacius framkvæmdastjóri Duck & Rose.

Matargerð veitingahússins verður undir frönskum og ítölskum áhrifum. „Við verðum með andarétti í aðalhlutverki. Bæði sem forrétti, aðalrétti og smárétti. Á seðlinum verða líka gourmet-pitsur með spennandi áleggi og skemmtilegum ostum.“ Matargerðin verður því mjög fjölbreytt en matseðillinn samanstendur einnig af bláskel, humri, ostum og steikaúrvali, svo fátt eitt sé nefnt. „Milli tíu og tólf verðum við með happy hour á kokkteilum og rósakampavíni. Þá hækkar tónlistin og það verður stemning.“ Rósahlutinn sem vísað er í, í nafni staðarins, skapast svo með rósakampavíni og rósavíni. „Við stefnum á að skapa rósavínsstemningu hérlendis með góðu rósavíni, en það er oft vanmetið,“ segir Ari. Rósavín er ákaflega vinsælt víða erlendis og er  til dæmis mjög vinsælt í Frakklandi og þá sérstaklega yfir sumartímann.

Veggurinn þykir líklegur til að laða að sér myndavélar og verða heitasti „sjálfu“ staður miðborgarinnar.

Ari segir hönnun staðarins verða gífurlega flotta og grípandi. „Hanna Stína innanhússarkitekt hefur verið okkur innan handar. Það er erfitt að sameina margar hugmyndir og Hanna Stína kom þar sterk inn með alla sína reynslu. Hennar innlegg hefur verið okkur dýrmætt.“ Hanna Stína Ólafsdóttir er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins og þekkt fyrir skemmtilegar litasamsetningar og speglanotkun.

„Við erum að sérpanta rósamosavegg frá Ítalíu sem verður mjög flottur. Þetta verður mjög myndvænn staður,“ segir Ari, en staðurinn verður opinn frá hádegi alla virka daga og mun útisvæðið án efa verða vinsælt, enda ófáir Íslendingar sem venja komur sína á Austurvöll á sumrin. Á kvöldin breytist staðurinn svo að öllum líkindum í Instagram-væna kokkteilparadís.

Matreiðslumenn staðarins keppast nú við að æfa sig fyrir opnun.
Ginrilegt salat á Duck & Rose

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa