fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Matur

Eina grillráðið sem skiptir máli – fullkomin steik í hvert skipti

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 18:30

Grillað af snilld ?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til þess að verða betri grillari er í raun aðalega eitt sem þú þarft að kunna og það er hvernig á að nota kjöthitamæli!

Algengustu mistökin við að grilla, er að grillmeistarinn sé alls enginn meistari og of- eða vaneldi hráefnið. Til þess að sleppa við slíkt drama og vera ekki sífellt að skera í hráefnið til að sjá hvort það sé tilbúið, er kjöthitamælir málið.  Hann auðveldar lífið og gefur grillaranum færi á að fá sér einn kaldan og njóta lífsins örlítið meira. Það er fátt leiðinlegra en að bjóða upp á hráan kjúkling, eða bringu sem búið er að skera tólf sinnum í til að athuga miðjuna á.

Kjöthitamælar þurfa ekki að vera dýrir og kostar oft ekki meira en nokkra þúsund kalla. Digitalmælar kosta meira og eru til þráðlausir og láta vita með hljóði þegar steikin er tilbúin.

Hitastiginn sem þú þarft að kunna til að grilla af snilld:
Kjarnhiti hráefnis – fyrir kjöthitamæli

Nautakjöt – rautt | rare  55–60°C
Nautakjöt – meðalsteikt | medium 60–65°C
Nautakjöt – gegnsteikt | well done 65–68°C
Kjúklingur og kalkúnn – gegnsteiktur 70°C
Svínakjöt – meðalsteikt | medium  65°C
Svínakjöt – gegnsteikt | well done  75°C
Lambakjöt – meðalsteikt | medium 70°C
Þorskur – meðalsteiktur | medium 55°C
Lax – meðalsteiktur | medium 45–50°C

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

KETÓ kjötbollur með kúrbítspasta sem trylla elskhugann

KETÓ kjötbollur með kúrbítspasta sem trylla elskhugann
Matur
Fyrir 2 vikum

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst
Matur
30.04.2020

Ofureinfalt ketókex

Ofureinfalt ketókex
Matur
26.04.2020

Klassísk marengsterta klikkar aldrei

Klassísk marengsterta klikkar aldrei